Á FÉLAGSFUNDI Junior Chamber Ness mánudaginn 6. mars mun Þóranna Jónsdóttir frá Háskólanum í Reykjavík kynna verkefnið "Auður í krafti kvenna". Fundurinn hefst kl. 20.30 og er haldinn á Austurströnd 3, Seltjarnarnesi.

Á FÉLAGSFUNDI Junior Chamber Ness mánudaginn 6. mars mun Þóranna Jónsdóttir frá Háskólanum í Reykjavík kynna verkefnið "Auður í krafti kvenna". Fundurinn hefst kl. 20.30 og er haldinn á Austurströnd 3, Seltjarnarnesi.

Hlutverk Auðar er að nýta enn betur þann auð sem í konum býr með því að auka þátttöku þeirra atvinnusköpun og stuðla þannig að auknum hagvexti á Íslandi. Að verkefninu standa Nýsköpunarsjóður, Íslandsbanki, Morgunblaðið og Deloitte&Touche en Háskólinn í Reykjavík annast framkvæmd verkefnisins.

Allir þeir sem áhuga hafa á að kynna sér þetta framtak betur eru velkomnir á fundinn.