DAGBÓK Háskóla Íslands 5.-11. mars. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html Sunnudaginn 5.

DAGBÓK Háskóla Íslands 5.-11. mars. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands.

Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html

Sunnudaginn 5. mars verður síðari hluti málþings um Íslandsklukkuna í Skálholtsskóla. Kl. 9 Morguntíðir í Skálholtskirkju.

9:30-12:30 Fyrirlestrar og umræður. Matthías Viðar Sæmundsson dósent: Böðlar og skálkar. Már Jónsson lektor: Bæli kerlingar og brókin hans Jóns: Handritasafnararnir Arnas Arnæus og Árni Magnússon. Guðrún Ása Grímsdóttir cand. mag.: Lærður Íslendingur á Turni: Af Jóni Ólafssyni Grunnvíkingi. Gísli Gunnarsson prófessor: Hagspeki gálgafuglsins Jóns Marteinssonar: Íslandsklukkan, einokunarverslun og stéttaskipting. 12:30 hádegisverður, 14 messa í Skálholtsdómkirkju 15:30 kaffi, 16 umræður, lok málþings.

Mánudaginn 6. mars kl. 16:15 flytur James T. Jenkins prófessor fyrirlesturinn: "Dense flows of Granular Materials Down Inclines" (Þétt kornaflæði niður halla) í málstofu umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar í stofu 158 í VR-II við Hjarðarhaga

Mánudaginn 6. mars 2000 kl. 17:15 verður haldinn fyrirlestur á vegum lagadeildar á sviði lögfræði, einkum refsiréttar og réttarfars. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu L-102 í Lögbergi, og ber yfirskriftina: "Current Trends in U.S. Criminal Law and Proceedings". Fyrirlesarar verða tveir mjög þekktir bandarískir lögfræðingar og prófessorar í lögum, Victor L. Streib og John M. Burkoff.

Þriðjudaginn 7. mars: kl. 17 verður fyrirlestur í tilefni öskudags í stofu 301, Árnagarði. Danski þjóðfræðingurinn Carsten Bergenhoj flytur erindið: "Masks in Action - Nordic Christmas Mumming" um bakgrunn, tilgang og skipulag dulbúningasiða barna á Norðurlöndum.

Miðvikudaginn 8. mars kl. 12:30 leika Finnbogi Óskarsson, túba, og Þórhallur Ingi Halldórsson, túba, félagar í Túbuleikarafélaginu, verk eftir Bach, Mozart, Wennerberg, Stevie Wonder, Lennon & McCartney og Henry Mancini á Háskólatónleikum í Norræna húsinu. Tónleikarnir taka um það bil hálftíma. Aðgangseyrir er 500 kr., en ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskírteinis.

Fimmtudaginn 9. mars frá kl. 12-13 í stofu 201 í Odda verður Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum. Rabbið ber yfirskriftina "Sjá:öld augna. Sjónarspil og sjónræn menning".

Fimmtudaginn 9. mars kl. 12:05 til 13 flytur Ragnheiður Fossdal líffræðingur erindi á hádegisfundi Lífeðlisfræðistofnunar um erfðarannsókn á MS (multiple sclerosis) á Íslandi, í kaffistofu á 5. hæð í Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16.

Fimmtudaginn 9. mars kl. 16:15 flytur Jón Hallsteinn Hallsson fyrirlesturinn: "Microphthalmia í mús og boðflutningur" í málstofu læknadeildar. Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags Íslands, efstu hæð. Kaffiveitingar verða frá kl. 16.

Námskeið á vegum Endurmenn tunarstofnunar HÍ vikuna 5.-11. mars

6. mars kl. 9-16.

Kyngingartregða. Umsjón: Sigríður Magnúsdóttir M.S., talmeinafræðingur á endurhæfingardeild Landspítala, Þóra Másdóttir M.A., talmeinafræðingur á Reykjalundi. Þóra Sæunn Úlfsdóttir M.S., talmeinafræðingur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.

Fyrirlesarar: Sigríður Magnúsdóttir M.S., talmeinafræðingur á endurhæfingardeild Landspítalans, Þóra Másdóttir M.A. talmeinafræðingur á Reykjalundi, Þóra Sæunn Úlfsdóttir M.S. talmeinafræðingur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Berglind Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfi á endurhæfingardeild Landspítalans, Kolbrún Einarsdóttir, næringarráðgjafi á Næringarstofu Landspítalans, Helga Hansdóttir, öldrunarlæknir á öldrunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og Úlfur Agnarsson, meltingarlæknir barna.

6.-25. mars; mán., þri., mið. og fim. kl. 17-19:45 og lau. kl.

9:30-12:30, alls 45 st.

Hraðnámskeið í ítölsku - byrjendanámskeið.

Kennari: Roberto Tartaglione forstöðumaður Scuola Italiana í Róm.

6.-25. mars; mán., þri., mið. og fim. kl. 20-22:45 og lau. kl. 13-16:00, alls 45 st.

Hraðnámskeið í ítölsku - framhaldsnámskeið.

Kennari: Roberto Tartaglione, forstöðumaður Scuola Italiana í Róm.

6.-30. mars; mán. og fim. kl. 20-22 (8x).

Spænska III? framhaldsnámskeið, kennari: Margrét Jónsdóttir, lektor í spænsku við HÍ.

6. og 8. mars kl. 8:30-12:30.

Unix 2, kennari: Sveinn Ólafsson ráðgjafi hjá Teymi hf.

6., 8., 9. og 14. mars kl. 17-21 (4 x 4 klst.).

Vefsmíðar fyrir kennara, kennari: Gunnar Grímsson, viðmótshönnuður og vefsmiður hjá Engu einkahlutafélagi.

6., 8. og 9. mars kl. 12:45-16:45.

Vefsmíðar II, Þróaðra HTML og myndvinnsla, kennari: Gunnar Grímsson viðmótshönnuður og vefsmiður hjá Engu einkahlutafélagi.

7. mars kl. 16-19.

Bindandi álit í skattamálum, kennari: Kristján Gunnar Valdimarsson, lögfræðingur skrifstofustjóri við embætti skattstjórans í Reykjavík og stundakennari í skattarétti við lagadeild HÍ.

7. og 8. mars kl. 16-19.

Verðbréfaréttur helstu reglur á verðbréfamarkaði, kennari: Helga Hlín Hákonardóttir, lögfræðingur hjá Markaðsviðskiptum Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf.

7. mars kl. 9-16.

Konur, áfengissýki og meðvirkni, kennari: Páll Biering MSN, geðhjúkrunarfræðingur á Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði HÍ.

8. mars kl. 9-16.

Upplýsingar til bættrar ákvarðanatöku. Uppbygging og hagnýting Vöruhúss gagna, kennarar: Jón Vilhjálmsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni AFL, og Atli Guðmundsson, sérfræðingur hjá Skýrr.

8. og 9. mars kl. 8:30-12:30.

Virkjun upplýsingatækni í markaðssetningu. Umsjón: Kristján Jóhannsson rekstrarhagfræðingur og framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs Nýherja. Kennarar auk Kristjáns: Aðrir sérfræðingar á sviði upplýsingatækni.

9. mars kl. 9-16 og 10. mars kl. 9-12.

Nýjar áherslur - meiri árangur - styttri tími! Hvað er lausnamiðuð fjölskyldumeðferð? kennari: Helga Þórðardóttir, forstöðumaður á fjölskylduráðgjafarstöð á vegum Félagsþjónustunnar í Reykjavík.

10. mars kl. 9-16 og 11. mars kl. 9:30-12:30.

Fötlun, langvarandi veikindi og meðvirkar fjölskyldur - nálgun fagfólks, breyttar áherslur, nýjar hugmyndir, kennarar: Andrés Ragnarsson og Wilhelm Norðfjörð sálfræðingar.

10., 11. og 13. mars kl. 8:30-12:30.

Uppeldi ungra barna, kennari: dr. Sigurlína Davíðsdóttir, lektor við HÍ. Vísindavefurinn Hvers vegna? Vegna þess! Vísindavefurinn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn Háskólans og stofnana hans geti svarað eða fundið svör við.

Leita má svara við spurningum um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Kennarar, sérfræðingar og nemendur í framhaldsnámi sjá um að leysa gáturnar í máli og myndum. Slóðin er: www.visindavefur.hi.is

Sýningar

Árnastofnun Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 14-16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15. maí og kl. 13-17 daglega, 1. júní til 31. ágúst. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs sýningartíma sé það gert með dags fyrirvara.

Þjóðarbókhlaða Stefnumót við íslenska sagnahefð. Farandsýning í Þjóðarbókhlöðu 1. mars-30. apríl. Á sýningunni er dregið fram hvernig bókin og textinn hafa verið örlagavaldar í sögu íslensku þjóðarinnar. Varpað er ljósi á þróun prentlistar á Íslandi og hina sérstöku hefð handritauppskrifta til nota á heimilum er hélst allt fram á þessa öld. Brugðið verður ljósi á sagnaritun frá upphafi og sýnd tengsl hennar og nýjustu miðlunartækni nútímans.

Orðabankar og gagnasöfn

Öllum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagnsöfnum á vegum Háskóla Íslands og stofnana hans.

Íslensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í sérgreinum: http://www.ismal.hi.is/ob/

Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn. Gegnir og greinir. http://www.bok.hi.is/gegnir.html

Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http://www.lexis.hi.is/

Rannsóknargagnasafn Íslands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þróunarstarfs: http://www.ris.is