Við undirskrift samningsins. Frá vinstri Þór Þorláksson, framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs, Guðmundur H. Kjærnested, forstöðumaður upplýsingasviðs, og Halldór J. Kristjánsson bankastjóri, allir frá Landsbanka Íslands, og Frosti Sigurjónsson forstjóri, Helgi Ö
Við undirskrift samningsins. Frá vinstri Þór Þorláksson, framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs, Guðmundur H. Kjærnested, forstöðumaður upplýsingasviðs, og Halldór J. Kristjánsson bankastjóri, allir frá Landsbanka Íslands, og Frosti Sigurjónsson forstjóri, Helgi Ö
LANDSBANKI Íslands hf. gerði nýverið samning við Nýherja hf. um kaup á IBM RS/6000 S80-stórmiðlara. Hér er um að ræða afkastamesta miðlara á markaðnum í dag og langöflugustu tölvu sem seld hefur verið hérlendis, segir í frétt frá Nýherja.

LANDSBANKI Íslands hf. gerði nýverið samning við Nýherja hf. um kaup á IBM RS/6000 S80-stórmiðlara. Hér er um að ræða afkastamesta miðlara á markaðnum í dag og langöflugustu tölvu sem seld hefur verið hérlendis, segir í frétt frá Nýherja.

S80-miðlarinn getur verið búinn frá 6 til 24 64-bita RS64-III gjörvum.

Um er að ræða gjörva er byggjast á hinni nýju háþróuðu kopar CMOS-samrásatækni IBM. S80 getur haft allt að 64GB af aðalminni og

flutningsafköstin á innri brautum hvorki meiri né minni en 43,6 GB/s. af gögnum, sem samsvarar u.þ.b. 10 bíómyndum í fullri lengd á hverri sekúndu. Í fréttinni segir að

S80-miðlarinn eigi heimsmet í öllum afkastamælingum sem hann hefur farið í gegnum, sem eru öll þau helstu sem notuð eru í dag, þ.ám. TPC-C, SPECweb, Oracle Application, SAP SD, NotesBench og JavaVolanoMark.

Samkvæmt upplýsingum Guðmundar H. Kjærnested, forstöðumanns upplýsingavinnslu Landsbankans, eru það fyrst og fremst stóraukin verkefni að undanförnu og

ekki síst framundan, sem kalla á þessa fjárfestingu. Hann segir að það hafi orðið niðurstaðan að hagkvæmara sé að fjárfesta í einni öflugri vél í stað

margra minni og auk þess verði reksturinn einfaldari og stöðugri.

Samhliða þessu sé verið að auka verulega rekstraröryggið, með því að taka í notkun viðbótar tölvusal í öðru brunahólfi. Tölvusalirnir verði tengdir saman með ljósleiðara og S80-vélin klasatengd við aðrar RS/6000-vélar í gamla salnum. Að sögn Helga Arnar Viggóssonar, forstöðumanns UNIX-lausna hjá Nýherja,

eru það ekki aðeins gríðarleg afköst sem gera RS/6000 S80 að aðlaðandi kosti heldur sé hér um ótrúlega traustbyggða vél að ræða, t.d. séu allar megineiningar einangraðar í sérstökum álbókum, sem þýði aukna vernd fyrir umhverfisáhrifum og betri kælingu, auk þess að viðhald verði einfaldara.

Áætlað er að RS/6000 S80-miðlarinn verði kominn í gagnið hjá Landsbankanum um miðjan þennan mánuð.