DÍMON hugbúnaðarhús tilkynnti við upphaf Framadaga Háskóla Íslands í gær að það myndi veita stúdentum Háskóla Íslands ókeypis WAP-aðgang að helstu upplýsingakerfum Háskólans.

DÍMON hugbúnaðarhús tilkynnti við upphaf Framadaga Háskóla Íslands í gær að það myndi veita stúdentum Háskóla Íslands ókeypis WAP-aðgang að helstu

upplýsingakerfum Háskólans. Fyrst í stað munu nemendur HÍ geta skoðað einkunnir sínar og flett upp netföngum og símanúmerum nemenda og kennara með

WAP-símum, en aðgangur að öðrum upplýsingakerfum háskólans, s.s. tölvupósti og námskeiðslýsingum, mun fylgja í kjölfarið að því er fram kom í fréttatilkynningu.

Einnig kemur fram að Dímon hugbúnaðarhús hefur vakið athygli fyrir Waporizer-hugbúnaðarlausn sem

gerir fyrirtækjum með hefðbundnar vefsíður unnt að laga þær að svonefndum WAP-símum. Lausnin mun vera einstæð í heiminum og hafa nú þegar fjöldamörg innlend og erlend fyrirtæki keypt

lausn Dímons. Meðal þeirra eru Flugleiðir, sem á fimmtudag urðu fyrsta flugfélagið í heiminum til að opna miðasöluvef sem er

aðgengilegur WAP-tækjum. Flugleiðir muni opna fyrir WAP-aðgang á öllum mörkuðum sínum á næstu tveimur vikum.