Þeir voru ánægðir með nýjan Mitsubishi Pajero, fulltrúar Mitsubishi og Heklu. Frá vinstri: Yuhiko Kiyota, sem á sæti í stjórninni, Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu, J.J.M. Tolenaar, framkvæmdastjóri söludeildarinnar í Evrópu, Koji Soga, forstjóri Evrópude
Þeir voru ánægðir með nýjan Mitsubishi Pajero, fulltrúar Mitsubishi og Heklu. Frá vinstri: Yuhiko Kiyota, sem á sæti í stjórninni, Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu, J.J.M. Tolenaar, framkvæmdastjóri söludeildarinnar í Evrópu, Koji Soga, forstjóri Evrópude
BÁS Mitsubishi er með þeim stærri í Genf og voru þar sýndar að minnsta kosti 13 gerðir bíla auk þess sem lögð var áhersla á að kynna þátttöku fyrirtækisins í rallakstri. Aðaltrompið var þó nýr Pajero.

BÁS Mitsubishi er með þeim stærri í Genf og voru þar sýndar að minnsta kosti 13 gerðir bíla auk þess sem lögð var áhersla á að kynna þátttöku fyrirtækisins í rallakstri. Aðaltrompið var þó nýr Pajero.

Hverjum þykir sinn fugl fagur og Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu leyndi ekki aðdáun sinni á þessari nýju kynslóð Pajero, sem er nýr bíll frá grunni og Sigfús sagði vera byltingu. Undir það tók Stefán Sandholt sölustjóri. "Framleiðslan er að byrja og við gerum ráð fyrir að geta haft frumsýningu í apríl eða maí," sagði Sigfús. Þarna var líka staddur Íslandsvinurinn Koji Soga, forstjóri sölufyrirtækis Mitsubishi í Evrópu. "Markaðshlutdeild Mitsubishi í öllum bílagerðum er núna 1,6 til 1,7% í Evrópu og við stefnum að því að ná 2% hlutdeild næsta haust, ef ekki, þá á næsta ári," sagði Soga og taldi einsýnt að hinn nýi Pajero gæti átt þar góðan hlut að máli. Hann sagði hlutdeildina góða á Norðurlöndum, ekki síst í Noregi, en staðan væri sterk á Íslandi sem væri fyrirtækinu mikilvægur markaður. Hún er 3,5% að meðaltali á Norðurlöndunum, 5% í Noregi og um 7% á Íslandi.

Mitsubishi leggur mikla áherslu á þróun véla og heldur áfram þróun GDI-tækninnar sem snýst um beina innsprautun á strokkinn sem er nákvæmari, gefur betri nýtingu og mengar minna en hefðbundnar vélar. Er GDI-tæknin vörumerki Mitsubishi-véla. GDI-Sigma er næsta kynslóð véla með þessari tækni og er þar verið að auka hagkvæmni vélanna með betri stjórn á gírskiptingu, með því að nota vetni og rafmagn meðfram og með nýrri forþjöppu er hægt að ná enn betra viðbragði og eldsneytisnotkun. Soga segir mikla áherslu vera lagða á þessi atriði og að stefna fyrirtækisins sé að hagnýta tækninýjungar út í æsar til að auka hagkvæmni og mæta kröfum vegna náttúruverndar.

Pajero-jeppinn kom á alþjóðamarkað árið 1982, önnur kynslóðin kom árið 1991 og sú þriðja lítur nú dagsins ljós. Bíllinn er nú boðinn með 3,5 lítra GDI-vél sem er 202 hestöfl eða 3,2 lítra dísilvél sem er 165 hestöfl. Hann er áfram þriggja eða fimm dyra, báðar gerðir orðnar stærri og rúmbetri en sú eldri og munar ekki síst um það í farangursrými þriggja dyra bílsins. Hærra er undir bílnum þrátt fyrir að gólfið hafi verið lækkað til að fá meira höfuðrými.

Útlitið er verulega breytt, bíllinn virkar lægri og breiðari, meðal annars vegna bogadreginna útvíkkana á brettunum og hann virkar mun lengri vegna gluggalínunnar sem virðist óbrotin af póstum sem eru þó vitanlega á sínum stað. Mælaborðið er voldugt - í samræmi við voldugt útlit bílsins.

Þá hefur fjöðrun verið endurbætt auk sjálfskiptingarinnar og fleiri möguleikum hefur verið bætt við drifkerfið, en áfram er hægt að skipta úr eindrifi í aldrif á allt að 100 km hraða og þægindin eru ekki minni en í eldri gerðinni. Fulltrúar Mitsubishi sögðu að farþegar í Pajero vissu ekki betur en að þeir sætu í dæmigerðum lúxus-fólksbíl þar til haldið væri þangað sem slíkir bílar kæmust ekki: Á fjallvegi.