KLAUS Agenthaler , fyrrverandi heimsmeistari og aðstoðarþjálfari hjá Bayern og nú síðast þjálfari Gras í Austurríki, hefur tekið við þjálfun 1.FC Nürnberg nú þegar. Augenthaler leysti upp samning sinn við Gras og mun hann stjórna leik Nürnberg um...
KLAUS Agenthaler , fyrrverandi heimsmeistari og aðstoðarþjálfari hjá Bayern og nú síðast þjálfari Gras í Austurríki, hefur tekið við þjálfun 1.FC Nürnberg nú þegar. Augenthaler leysti upp samning sinn við Gras og mun hann stjórna leik Nürnberg um helgina.

MÖRG lið í Þýskalandi höfðu reynt að fá Augenthaler til sín en hann ekki verið til viðræðu fyrr en nú. Hann mun gera tveggja ára samning við liðið, til ársins 2002.

Mikil umræða hefur verið í Þýskalandi um leik Bayern München og Real Madrid .

Þjóðverjar halda ekki vatni af ánægju með sína menn og lofa liðið í hástert. Loksins er komið fram alvöru þýskt lið, sem skákar þeim bestu í heimi. Frans Beckenbauer , forseti Bayern, segir að um hreina knattspyrnusýningu hafi verið að ræða sérstaklega í fyrri hálfleik, og að leikaðferð þjálfarans Ottmar Hi tzfeld hafi verið fullkomin.

BLÖÐIN í Þýskalandi ræða einnig mikið um frammistöðu vandræðagemlingsins Stefan Ef fenberg og mörg blöð vilja að hann komi aftur í landsliðið. Þó eru margir sem vilja ekki sjá þennan erfiða leikmann og Bild biður hann í guðs bænum að fara

heldur í frí á þeim tíma sem landsliðið leikur í Hollandi . "Það er nóg komið af Stefan Effenberg," segir blaðið.

BERND Krauss, þjálfari Dort mund, var æfur af bræði yfir getuleysi sinna manna gegn tyrkneska liðinu Galatasary í Evrópukeppninni á fimmtudagskvöld. Hann sagði liðið vera eins og lélegt skólalið.

EKKI bætti úr skák fyrir Dort mund að um 35.000 Tyrkir voru á heimavelli liðsins og yfirgnæfðu hina 25.000 heimamenn sem voru reyndar búnir að yfirgefa leikvanginn áður en leiknum lauk, 0:2.

ELSTI maður vallarins, Georg Hagi, fór á kostum með Galatas ary og lék varnarmenn Dortmund sundur og saman. Tyrkirnir héldu svo mikla hátið eftir leikinn og fylltust götur Dortmund af Tyrkj um enda ekki mikil vinátta milli hinna fjölmörgu Tyrkja sem búa í Þýska landi og Þjóðverja.

ÞÝSKA skattalögreglan gerði mikla rassíu hjá þýska stórliðinu Hamburger . Meðal annars var gerð húsleit heima hjá Uwe Seeler sem áður var forseti félagsins. Talið er að félagið hafi stundað skattsvik á árum áður vegna félagaskipta nokkurra leikmanna og nú lét skatturinn til skarar skríða. Það er ekki tekið neinum vettlingatökum á skattsvikum í Þýskalandi og sannist slíkt á liðið verður um gífurlegar sektarfjárhæðir að ræða.

NOKKRIR foreldrar unglinga sem æfa hjá Duisburg hafa kært einn unglingaþjálfara liðsins - Uwe Schubert heitir þjálfarinn, og er hann sakaður um að hafa kúgað fé út úr unglingunum þannig að aðeins þeir sem borguðu þjálfaranum fé fengu að leika. Mikill slagur er meðal unglinga sem æfa í elsta unglingaflokki að vekja á sér athygli svo hinir stóru geri þeim tilboð. Þetta á sem sagt þjálfarinn að hafa nýtt sér í mörg ár og haft af því miklar tekjur.

ANDREAS Möller, leikmaður Dortmund , er með lausan samning eftirt þetta tímabil. Dortmund hefur lýst yfir að félagið vilji semja við Möller áfram, en Möller

segir að liðið hafi sýnt sér dónaskap og varla rætt við sig, hvað þá gert sér beint tilboð.

BILD greinir frá því að Rainer Calmund, framkvæmdastjóri

Leverkusen, hafi gert Möller stórtilboð og er ekki talið ólíklegt að Andreas Möller muni leysa Emerson af hólmi á miðju Leverkusen- liðsins.