Rob heilsar Selmu Björns.
Rob heilsar Selmu Björns.
HOLLENSKI þáttastjórnandinn og grínarinn Rob Kamphues er staddur hér á landi með það að markmiði að verða vinsæll á Íslandi. Hann hóf þá áskorun með því að klífa Hús verslunarinnar á miðvikudag en síðan hefur hann ekki setið auðum höndum.
HOLLENSKI þáttastjórnandinn og grínarinn Rob Kamphues er staddur hér á landi með það að markmiði að verða vinsæll á Íslandi. Hann hóf þá áskorun með því að klífa Hús verslunarinnar á miðvikudag en síðan hefur hann ekki setið auðum höndum. Á föstudaginn hitti hann Selmu Björnsdóttur sem hann man vel eftir úr Eurovision-keppninni fyrir ári og tók í höndina á henni. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að hann ætlar sér að setja met í handabandi á Íslandi og ætlar að taka í höndina á sem flestum frægum Íslendingum. Í gær var hann staddur á Ingólfstorgi þar sem hann leiddi skrúðgöngu í Þjóðleikhúskjallarann og var þar dansað að hollenskum sið fram eftir nóttu.