Úr sápuóperunni Vonir og vonbrigði.
Úr sápuóperunni Vonir og vonbrigði.
DAGANA 21. til 25. febrúar stóð yfir þemavika í Vogaskóla í Reykjavík og var ýmislegt gagnlegt og skemmtileg gert að því tilefni. Þemavikan var haldin í tengslum við Menningarborgina Reykjavík 2000.

DAGANA 21. til 25. febrúar stóð yfir þemavika í Vogaskóla í Reykjavík og var ýmislegt gagnlegt og skemmtileg gert að því tilefni. Þemavikan var haldin í tengslum við Menningarborgina Reykjavík 2000.

Megin þema vikunnar var "sjónvarp" og allt sem lýtur að því. Í gangi var fréttastofa, tæknideild og lista- og skemmtideild sem nemendur skólans skiptu með sér að sinna. Nemendur unnu allt efni sjálfir undir stjórn Hinriks Ólafssonar leikara sem fenginn var til þess að stýra verkefninu. Önnur viðfangsefni voru fyrir þá sem ekki voru að vinna að sjónvarpsdagskrá og kenndi þar einnig ýmissa grasa. Eðlisfræðitilraunir, teiknimyndagerð, förðunarnámsskeið, handmennt og kertagerð var stunduð svo eitthvað sé nefnt.

Yngstu nemendurnir sinntu einnig margvíslegum viðfangsefnum, s.s. kortagerð í tengslum við landfundarhátíð í Kanada, skartgripagerð og brúðuleikhús.