[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÞAÐ SEGIR sitt um vinsældir hiphops hversu menn eru iðnir við að gera kvikmyndir þar sem tónlistin er nánast í aðalhlutverki. Gott dæmi um það eru tvær skífur sem komu út á dögunum, Whiteboys og Next Friday.

ÞAÐ SEGIR sitt um vinsældir hiphops hversu menn eru iðnir við að gera kvikmyndir þar sem tónlistin er nánast í aðalhlutverki. Gott dæmi um það eru tvær skífur sem komu út á dögunum, Whiteboys og Next Friday. Báðar er skífurnar uppfullar með frægum hljóðnemagestum, en blærinn misjafn.

Ice Cube heldur um taumana á Next Friday og varla nema von, því verkið er meira og minna hugarfóstur hans, þ.e. hann bjó til persónurnar, skrifaði handritið og leikur að auki aðalhutverk myndarinnar. Hann kom greinilega að því að velja tónlistina á skífuna, sem er hið besta mál, en hann á þó ekki nema eitt lag á plötunni og flestir þekkja eflaust. Aðrir sem koma við sögu eru þeir rappbræður Bizzy og Krayzie Bone hvor í sínu lagi en báðir úr Bone, Thugs & Harmony, Wu-Tang félagar, Eminem, Li' Zane, Aaliyah og þúsundþjalasmiðurinn Wyclef Jean svo dæmi séu tekin.

Á hinni skífunni er heldur meira myrkur og önnur gerð rappara sem þar stígur á stokk. Þannig eru á plötunni Big Punisher, sem lést í vikunni, Canibus, Raekwon, Slick Rick sjálfur, Snoop Dogg og svo má telja.