Óli Guðmundsson sölustjóri hjá B&L er hér á bás Renault og í baksýn er hinn voldugi Koleos sem er blanda af jeppa og lúxusbíl.
Óli Guðmundsson sölustjóri hjá B&L er hér á bás Renault og í baksýn er hinn voldugi Koleos sem er blanda af jeppa og lúxusbíl.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
"ÞETTA er góð sýning og ein aðalástæðan til að sækja hana er að kynnast keppinautunum og nýjungum sem eiga eftir að koma á markaðinn heima," segir Óli Guðmundsson, sölustjóri Renault hjá B&L.

"ÞETTA er góð sýning og ein aðalástæðan til að sækja hana er að kynnast keppinautunum og nýjungum sem eiga eftir að koma á markaðinn heima," segir Óli Guðmundsson, sölustjóri Renault hjá B&L.

Spjallað var við Óla á bás Hyundai, sem B&L hefur einnig umboð fyrir, en þar var verið að kynna smájeppann Santa Fe. "Við stefnum að því að gera stóra hluti með þann bíl en það er ljóst að hann keppir við aðra í þessum flokki, sem nefndur er sport utility wagon, sem eru eins konar sport- og ferðabílar, eins og Rav frá Toyota, Grand Vitara frá Suzuki og síðan Freelander, sem við bjóðum líka," segir Óli.

Santa Fe verður með 2,4 lítra og 150 hestafla eða 2,7 lítra og 170 hestafla vélum og tveggja lítra dísilvél er einnig í boði en ekki er vitað á hvaða vél lögð verður áhersla hérlendis. Með þessum bíl er Hyundai að sækja á markað þessara fjölnotabíla, sem er ört stækkandi víðast hvar í heiminum. Bíllinn er 4,5 m langur og hjólhafið er 2,6 metrar og er hinn laglegasti í útliti.

Af öðrum nýjungum frá Hyundai má nefna Atos Prime og síðan er nýr Accent væntanlegur mjög fljótlega.

Eftir að hafa fært sig á bás Renault benti Óli á að þar færi meðal annars Renault Scénic með aldrifi sem væntanlegur er til Íslands í apríl eða maí. Það er talsvert hærri og reisulegri bíll en sá sem aðeins er búinn framdrifi. Ætla má að bæði fyrri Scénic-eigendur sem vilja núna aldrifsbíl og aðrir sem þurfa slíkan bíl líti á hann sem góðan kost og segir Óli að þetta verði spennandi kostur.