ÞRAUT dagsins er á opnu borði.

ÞRAUT dagsins er á opnu borði. Suður spilar fimm tígla eftir að austur hefur sagt hjarta:

Norður
KD53
-
D63
ÁG10973

Vestur Austur
G10972 Á86
K3 ÁD10964
1083 4
KD4 852

Suður
4
G8752
ÁKG972
6

Útspil vesturs er hjartakóngur og spurningin er: Getur suður fengið ellefu slagi með bestu vörn?

Frumgreining á spilinu leiðir í ljós að sagnhafi getur tekið níu slagi á tromp með því að stinga þrjú hjörtu í borði. Laufásinn er tíundi slagurinn, það er ekki víst að slagur fáist á spaða. Ef byrjað er á því að spila spaða mun austur drepa og trompa út. Og þá fækkar trompslögunum um einn.

En er hægt að nýta laufið á einhvern hátt? Vissulega er hægt að fríspila litinn með því að trompa tvisvar heima, en hvernig á að komast inn í borð til að njóta uppskerunnar?

Lausn: Blindur er ekki alveg innkomulaus, þegar grannt er skoðað. Sagnhafi trompar fyrsta hjartað og spilar spaðakóng. Austur drepur og trompar út (annars fást 11 slagir með víxltrompun). Nú tekur sagnhafi laufás og trompar lauf með sjöu. Hann trompar hjarta og annað lauf með níu. Tekur síðan eitt hátromp og dregur fram tromptvistinn, sem hann hefur gætt þess að geyma. Vestur neyðist til að taka slaginn og á ekkert nema spaða til að spila. Spaðadrottningin reynist því vera innkoman á frílaufin.