Þórir Guðmundsson
Þórir Guðmundsson
Um 300 flóttamenn hafa komið til Íslands frá 1956

"Í dag eru ríflega 51 milljón karla, kvenna og barna á flótta undan stríðsátökum í heiminum," segir Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi.

"Þessi tala skiptist þannig að 31 milljón er á vergangi í eigin landi en 20 milljónir hafa hrakist burt úr eigin landi og dveljast í öðrum löndum, í flóttamannabúðum eða eru á vergangi utan eigin heimalands."

Frá árinu 1996 hafa komið hingað 145 flóttamenn, allir frá fyrrum lýðveldum Júgóslavíu, Bosníu, Hersegóvínu eða Kosovo, og hafa margir þeirra upplifað svipaða hluti og lýst er í leikritinu um Mirad. Þórir Guðmundsson segir að til viðbótar við þessa tölu hafi bæst ættingjar flóttamannanna svo heildartalan sé nokkru hærri.

"Íslendingar tóku fyrst við flóttamönnum frá Ungverjalandi árið 1956 en þá komu hingað 52 Ungverjar. Fram til 1996 komu hingað 152 flóttamenn, flestir frá Víetnam en einnig frá Júgóslavíu og Póllandi. Í allt hafa Íslendingar því tekið á móti um 300 flóttamönnum."