MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur, að fengnum tillögum frá framkvæmdastjórn Leiklistarráðs, úthlutað framlögum af fjárlagaliðnum Starfsemi atvinnuleikhópa árið 2000, sem hér segir: Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör - 10 millj. kr. til starfssamnings.

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur, að fengnum tillögum frá framkvæmdastjórn Leiklistarráðs, úthlutað framlögum af fjárlagaliðnum Starfsemi atvinnuleikhópa árið 2000, sem hér segir: Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör - 10 millj. kr. til starfssamnings. Leikfélag Íslands í Iðnó - 4 millj. kr. til starfssamnings. Möguleikhúsið - 2,5 millj. kr. til uppsetningar leikverks að vali hópsins af verkefnalista. Á mörkunum - 2,5 millj. kr. til leiklistarhátíðar sjálfstæðu leikhúsanna. Kaffileikhúsið - 1.5 millj. kr. til einleikjaárs. Bandamenn - 1,5 millj. kr. til uppsetningar Eddu 2000. Draumasmiðjan - 1,5 millj. kr. til uppsetningar leikverks að vali hópsins af verkefnalista. Norðanljós - 1 millj. kr. til uppsetningar Skækjurnar ganga fyrstar inn í guðsríki. Sögusvuntan - 500 þús. kr. til uppsetningar á Loðinbarði heitir hann.

Alls bárust umsóknir frá 37 aðilum til 48 verkefna. Til úthlutunar voru samtals 25 millj. kr.

Í úthlutunarnefnd Leiklistarráðs sátu Magnús Ragnarsson, Kristbjörg Keld og Ragnheiður Tryggvadóttir.