FIAT hefur lýst því yfir að fyrirtækið verði fyrst evrópskra framleiðenda til að smíða tvinnbíl, Multipla Hybrid Power. Slíkir bílar hafa verið framleiddir í Asíu og Bandaríkjunum. Toyota hefur t.a.m.
FIAT hefur lýst því yfir að fyrirtækið verði fyrst evrópskra framleiðenda til að smíða tvinnbíl, Multipla Hybrid Power. Slíkir bílar hafa verið framleiddir í Asíu og Bandaríkjunum. Toyota hefur t.a.m. haft Prius á markaði í Japan í rúmt ár og Evrópugerðin kemur á markað í sumar og Honda hefur sett á markað tveggja sæta bílinn Insight. Fiat hefur þegar framleitt 20 Multipla-tvinnbíla og gefið borgaryfirvöldum í Napólí tíu þeirra til umhverfisverndarverkefnis sem stendur yfir í borginni.