STÖÐUR fimm yfirmanna Landspítala, háskólasjúkrahúss eru í dag auglýstar lausar til umsóknar í Morgunblaðinu og er gert ráð fyrir að þeir, sem verði ráðnir, hefji störf 1. maí.

STÖÐUR fimm yfirmanna Landspítala, háskólasjúkrahúss eru í dag auglýstar lausar til umsóknar í Morgunblaðinu og er gert ráð fyrir að þeir, sem verði ráðnir, hefji störf 1. maí. Auglýstar eru stöður framkvæmdastjóra fjárreiðna og upplýsinga, framkvæmdastjóra tækni og eigna, framkvæmdastjóra kennslu og fræða, framkvæmdastjóra lækninga/lækningaforstjóra og framkvæmdastjóra hjúkrunar/hjúkrunarforstjóra.

Landspítali, háskólasjúkrahús verður til við sameiningu Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þar starfa um 5.000 manns, rúm eru tæplega 1.500, að dagrúmum meðtöldum, auk slysa-, bráðamóttöku- og göngudeilda. Umsóknarfrestur er til 27. mars.