Fall blíða regn - fall hljótt, færðu moldinni kraft og fjallanna andardrátt og hreinan sólvermdan ilm. Fall þú regn með lágværum þyt og lát hvísla ljóði í regnsins nið, lát það rata til trjánna í limgerðinu heima.

Fall blíða regn - fall hljótt,

færðu moldinni kraft og fjallanna andardrátt

og hreinan sólvermdan ilm.

Fall þú regn með lágværum þyt

og lát hvísla ljóði í regnsins nið,

lát það rata til trjánna í limgerðinu heima.

Þetta miðnæturregn er tár míns hjarta

sem hefur svimað af kossum og falli sólar á nóttu,

en breytist í bjartan hlátur á danskri sumarnótt.

Blás vindur - blás blítt í næturhúminu

og hressilega við kofann minn

þessi ljúfi þýði vindur

og hljóðlátt regnið, sem af upsum drýpur.

Blás vindur - blás upp dynfari!

brátt hvíslar nóttin að trjánum mínum,

sem dafna best heima í kjarrinu þar,

að öll þessi ljóð og litbrigði

jarðar

og líka ilmurinn sem berst að

vitum mér

sé hlátur næturinnar, hlátur hinnar dönsku sumarnætur.

Höfundurinn er danskt skáld.