Sólbjart hafið sigla brimbrettamenn sandurinn mjúkur og hvítur. Ég stend þar um dálitla stund straumurinn þungi engu líkur. Um myrka sögu er margt á reiki mörlandinn lætur sig dreyma. Hugurinn dvelur í vöku og svefni á eylendunni heima.

Sólbjart hafið sigla brimbrettamenn

sandurinn mjúkur og hvítur.

Ég stend þar um dálitla stund

straumurinn þungi engu líkur.

Um myrka sögu er margt á reiki

mörlandinn lætur sig dreyma.

Hugurinn dvelur í vöku og svefni

á eylendunni heima.

Húmið svala heitri dulúð

hvíslar í eyra nætur,

hikandi vefur veröld örmum.

Við fætur mína hafið grætur.

Þegar kallið loksins kemur

í kyrrð og friði svíf ég

yfir úthafsins úlfgráu strauma

í bæinn minn bjarta í norðursins hjarta.

Varðar þá nokkurn um drauma?

Höfundurinn er rithöfundur og býr í Ástralíu.