Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, verður gestur á vortónleikum Karlakórs Reykjavíkur.
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, verður gestur á vortónleikum Karlakórs Reykjavíkur.
"ÍSLANDS lag" er yfirskrift vortónleika Karlakórs Reykjavíkur að þessu sinni og verða þeir sex talsins, í húsi kórsins, Ými, í Skógarhlíð 20. Fyrstu tónleikarnir verða í dag, laugardag, aðrir tónleikar á sunnudag, kl. 16 báða dagana. Þá 9., 10.

"ÍSLANDS lag" er yfirskrift vortónleika Karlakórs Reykjavíkur að þessu sinni og verða þeir sex talsins, í húsi kórsins, Ými, í Skógarhlíð 20. Fyrstu tónleikarnir verða í dag, laugardag, aðrir tónleikar á sunnudag, kl. 16 báða dagana. Þá 9., 10., 11 og 13. maí, kl. 20.

Á efnisskránni er úrval íslenskra laga. Þar er að finna sígildar perlur í bland við ný lög sem sérstaklega hafa verið samin fyrir kórinn. Ný tónverk eftir fjóra höfunda verða flutt, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Reyni Sveinsson og Gunnar Þórðarson.

Þessa sömu efnisskrá mun kórinn flytja á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum í byrjun ágúst nk. Þangað fer kórinn á vegum Landafundanefndar og tekur þátt í hátíðahöldum þegar minnst verður 1000 ára afmælis landafunda Leifs Eiríkssonar.

Einsöngvari með kórnum er Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir annast píanóleik. Stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson og eru þetta tíundu vortónleikarnir sem hann stjórnar Karlakór Reykjavíkur.