Ein af myndum Guðmundar Ingólfssonar ljósmyndara í Galleríi Kambi.
Ein af myndum Guðmundar Ingólfssonar ljósmyndara í Galleríi Kambi.
GUÐMUNDUR Ingólfsson opnar ljósmyndasýningu í Galleríi Kambi í dag kl. 15. Yfirskrift sýningarinnar er Ísland í hvunndagsfötum. Í myndum Guðmundar eru engir tyllidagar, heldur blákaldur (myndirnar allar svart-hvítar) veruleiki hvunndagsins.

GUÐMUNDUR Ingólfsson opnar ljósmyndasýningu í Galleríi Kambi í dag kl. 15. Yfirskrift sýningarinnar er Ísland í hvunndagsfötum. Í myndum Guðmundar eru engir tyllidagar, heldur blákaldur (myndirnar allar svart-hvítar) veruleiki hvunndagsins. Íslenskur mánudagur í æðra veldi.

"Hér áður fyrr fannst manni mánudagar hálffúlir dagar, áfall eftir stórsteik og rólegheit á sunnudögum. Svo hugkvæmdist okkur að breyta þessu, til dæmis með því að hafa góðan mat á mánudögum í stað afganganna frá deginum áður. Viti menn, mánudagar urðu að tilhlökkunarefni, með tímanum ljúfir dagar," segir listamaðurinn.

Guðmundur Ingólfsson er fæddur í Reykjavík 1946. Stúdent frá MR 1966. Gerði tilraun til náms við HÍ 1966-67. Nam ljósmyndun við Folkwangschule für Gestaltung í Essen í Þýskalandi hjá prófessor Ottó Steinert 1968-71 og vann sem aðstoðarmaður Steinerts síðasta námsár sitt. Frá 1972 hefur Guðmundur rekið ljósmyndastofuna Ímynd í Reykjavík. Hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum, innanlands og utan.

Sýningin í Galleríi Kambi er opin alla daga til 4. júní, lokað á miðvikudögum. Kambur er við annan afleggjara eftir að komið er yfir Þjórsárbrú. Afleggjarinn er merktur Gíslholt.