Atriði úr leiksýningu LA-GÓ hópsins á biðlum og brjóstahöldum.
Atriði úr leiksýningu LA-GÓ hópsins á biðlum og brjóstahöldum.
LEIKFÉLAGIÐ LA-GÓ frumsýndi á dögunum leikritið "Biðla og brjóstahöld" eftir Claude Magmier. Alls eru það 10 leikarar sem sýna í þessari leiksýningu undir leikstjórn Skúla Gautasonar.

LEIKFÉLAGIÐ LA-GÓ frumsýndi á dögunum leikritið "Biðla og brjóstahöld" eftir Claude Magmier. Alls eru það 10 leikarar sem sýna í þessari leiksýningu undir leikstjórn Skúla Gautasonar. "Þetta er áhugasamur hópur, klárir krakkar og ég er mjög ánægður með útkomuna," sagði Skúli þegar blaðamaður hafði samband við hann. Aðalhlutverkin eru í höndum þeirra Hermanns Rúnars Helgasonar sem leikur biðilinn Kristján Martin og Boga Hallgrímssonar sem leikur forstjórann Brand Barnier. Eins og í öllum ærslaleikjum er hér mikið um misskilning en leikritið hefst á því að ungur maður (Kristján Martin) kemur til forstjórans (Brands Barnier) og biður um mikla launahækkun en forstjórinn fellst á beiðnina þegar hann heldur að helsti keppinauturinn sé að bera víur í piltinn. Þegar ungi maðurinn hefur fengið sína launahækkun biður hann um hönd dóttur forstjórans og dóttir forstjórans segist vera ólétt eftir þann sem hún er ástfangin af.

Þetta er þriðja árið sem leikhópurinn LA-GÓ starfar saman að leiksýningu og ljóst að hópurinn er búinn að slíta barnskónum.

Grindavík. Morgunblaðið.

Höf.: Grindavík. Morgunblaðið