ÞORVALDUR Þorvaldsson , fyrirliði handknattleiksliðs KA á sl. vetri, hefur flutt sig yfir í raðir Þórsara.
ÞORVALDUR Þorvaldsson , fyrirliði handknattleiksliðs KA á sl. vetri, hefur flutt sig yfir í raðir Þórsara.

DARREN Anderton , miðvallarleikmaður Tottenham , ætlar ekki að gefa kost á sér í landslið Englands sem tekur þátt í Evrópukeppninni í knattspyrnu í sumar.

ANDERTON hefur verið skipað að taka sér gott hlé í sumar til þess að ná sér af ýmsum meiðslum sem hafa hrjáð hann og plaga hann enn.

HERMANN Hreiðarsson og samherjar í Wimbledon Aston Villa í heimsókn í dag og þurfa nauðsynlega á sigri að halda svo þeir megi hanga í voninni um áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni.

BAYERN München og Werder Bremen mætast í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í dag, en þetta eru sömu liðin og áttust við í úrslitum keppninnar í fyrra, þá unnu Brimarbúar, 5:4, í vítaspyrnukeppni eftir að jafnt var, 1:1, að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu.

BAYERN hefur tíu sinnum unnið þýska bikarinn í knattspyrnu frá því keppnin var tekin upp árið 1953. Brimarbúar hafa fjórum sinnum staðið í sömu sporum, fyrst 1961. Fjórum árum áður unnu leikmenn Bayern bikarinn fyrsta sinni.

OTTMAR Hitzfeld , þjálfari Bayern , hefur aldrei stýrt liði til sigurs í þýsku bikarkeppninni. Hann hefur lofað að stilla upp sterkasta liði sem mögulegt er til þess að vinna. "Mig langar til þess að vinna bikarinn í fyrsta skipti," segir Hitzfeld .

ÞAR með ætlar Hitzfeld ekki að fara að tilmælum Franz Beckenbau ers og Uli Höness , en báðir höfðu þeir sagt að félagið ætti ekki að leggja mikla áherslu á bikarkeppnina, heldur setja allan þunga í síðari leikinn við Real Madrid í Meistaradeild Evrópu sem fram fer á Ólympíuleikvanginum í München á þriðjudagskvöldið.

OLEG Luzhny , leikmaður Ar senal , er ekki vinsælasti maður í herbúðum Tottenham um þessar mundir eftir að hann lýsti því opinberlega yfir að landa hans, Ser gei Rebrov, væri hollast að ganga til liðs við stærra og öflugra félag en Tottenham , en Rebrov hefur öðrum þræði náð samkomulagi við Tottenham um að ganga til liðs við félagið í sumar fyrir um 1.200 milljónir króna.

"ÞAÐ væri betra fyrir Rebr ov að gang til liðs við stærra og öflugra félag. Mín skoðun er sú að hann ætti að koma til Arsenal . Það hefur vakið undrun mína að hann skuli velja Tottenham ," segir Luzhny , sem lék með Rebrov hjá Dinamo Kiev . "Ég var samherji hans í átta ár og ég vil honum aðeins það besta," bætti Úkraínumaðurinn við.

THIERRY Henry , sóknarmaður Arsenal, var valinn leikmaður aprílmánaðar af styrktaraðilum ensku úrvalsdeildarinnar. Sir Alex Ferguson hreppti hnossið úr hópi knattspyrnustjóra deildarinnar.

TORE Andre Flo er sagður undir smásjánni hjá Rangers þessa dagana og félagið sé jafnvel tilbúið að greiða fyrir hann um 1.400 milljónir króna. Það er talsvert lægra verð en Chelsea hefur sett upp.

FABIEN Barthez , markvörður Mónakó , hefur útilokað að hann gangi til liðs við Manchester United . Segist hann hafa jafnað ágreining sinn við þjálfara Móna og vilji þar með standa við samning sinn við félagið, en af honum eru eftir þrjú ár.