Í OPNA Háskólanum hefst námskeiðið Vér Íslendingar þriðjudagskvöldið 9. maí kl. 20 í Odda, stofu 201. Námskeiðið stendur í fjögur kvöld, 9., 11., 16. og 18.

Í OPNA Háskólanum hefst námskeiðið Vér Íslendingar þriðjudagskvöldið 9. maí kl. 20 í Odda, stofu 201. Námskeiðið stendur í fjögur kvöld, 9., 11., 16. og 18. maí og er ætlað öllum áhugamönnum um íslenskar bókmenntir, sagnfræði, pólitík og dægurmenningu og er öllum opið endurgjaldslaust. Efni þess fjallar um lýsingar Íslendinga á sjálfum sér eins og þær koma fram í bókmenntum og dægurþrasi, menningarframleiðslu, pólitík og sagnfræðilegri umræðu. Hvernig lýsa Íslendingar sjálfum sér? Hvernig hæla þeir sjálfum sér? Hvernig meta þeir sérkenni sín og hvaða einkenni sín sjá þeir í hillingum?

Gert er ráð fyrir fyrirlestri og umræðum með þátttöku sérstakra gesta fyrirlesaranna. Umsjónarmaður er Jón Ólafsson, Hugvísindastofnun, en fyrirlesarar verða þau Viðar Hreinsson, Unnur Karlsdóttir, Þorgerður Þorvaldsdóttir, Páll Björnsson og Geir Svansson.

Sérstakir gestir Viðars í hans fyrirlestri verða Stefán Aðalsteinsson búfjárfræðingur og Ólafur Dýrmundsson ráðunautur. Sérstakur gestur Unnar í hennar fyrirlestri verður Einar Árnason prófessor í líffræði. Sérstakur gestur Þorgerðar í hennar fyrirlestri verður Vilborg Sigurðardóttir kennari. Skrá skal þátttöku hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Námskeiðið er menningarborgarverkefni Háskóla Íslands.