Á MÁLSTOFU um byggðamál hóf Stefán Jón Hafstein umræðuna með erindi sem hann nefndi Jaðarbyggðastefnan er röng.

Á MÁLSTOFU um byggðamál hóf Stefán Jón Hafstein umræðuna með erindi sem hann nefndi Jaðarbyggðastefnan er röng.

Ekki verja byggðirnar heldur mannlífið

Hann lýsti þeirri skoðun sinni að markmiðið væri ekki lengur að verja byggðir landsins heldur mannlífið í landinu. "Landsbyggðin er ekki til sem félagsleg, pólitísk eða menningarleg heild.Við eigum að tala um líf, ekki byggðir. Það er sjálfsblekking að tala eins og hrun hafi ekki þegar átt sér stað á landsbyggðinni. Það er aðeins raunhæft að tala um þrjú svæði utan höfuðborgarsvæðisins á landinu sem lífvænleg; Ísafjörð, Eyjfjarðarsvæðið og Egilsstaði. Við eigum að hjálpa þeim svæðum á lappirnar sem geta staðið í þær. Það er sjálfsblekking að tala um vaxtarmöguleika á landsbyggðinni, þar eru í besta falli til staðar varnarmöguleikar," sagði Stefán Jón Hafstein.

Fleiri verkefni til sveitarfélaganna

Gísli Sverrir Árnason forseti bæjarstjórnar í Hornafjarðarbæ nefndi erindi sitt Efling sveitarstjórnarstigsins er besta byggðastefnan. Hann hóf mál sitt á því að rekja þróun búsetu á Hornafjarðarsvæðinu og sagði að á síðustu tveimur árum hefði íbúum í fyrsta sinn á öldinni fækkað í Hornafirði. "Það er ekki laust við að örvæntingartónn heyrist strax í samfélaginu okkar en flestir eru á því að snúa vörn í sókn." Gísli tiltók fjögur atriði sem væru mikilvæg til að tryggja hag íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. "Í fyrsta lagi þarf að færa enn fleiri verkefni frá ríkinu yfir til sveitarfélaganna og halda áfram sameiningu þeirra svo þau verði færri og stærri. Í öðru lagi þarf að efla menntun á framhalds- og háskólastigi. Í þriðja lagi þarf að kynda undir frumkvæði heimamanna í stað þess að drepa það niður. Í fjórða lagi þarf að veita öllum byggðarlögum landsins tækifæri til að dafna. og leyfa landsbyggðinni að njóta sannmælis."

Stríð á hendur vinnu- brögðum fjölmiðla

Ingibjörg Hafstað bæjarfulltrúi í Skagafirði beindi máli sínu að hlutverki fjölmiðla. og sagði vanþekkingu og rangar áherslur í fréttaflutningi af landsbyggðinni hafa miklu meiri áhrif en fólk gerði sér grein fyrir. dags daglega. "Við þurfum að segja vinnubrögðum fjölmiðlanna stríð á hendur og vera kröfuharðari við þá, einkum sjónvarpið. Allt landið utan Reykjanesskagans heitir "útá landi". Þar eru samgöngur erfiðar og strjálar, veður válynd, eldgos, snjóflóð og jarðskjálftar ævinlega yfirvofandi. Við þurfum að snúa þessu hugarfari við og það sem vel er gert þykir ekki eins fréttnæmt."

Fyrir hvað lifum við?

Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands flutti síðastur erindi þar sem hann varpaði fram spurningunni Fyrir hvað lifum við? "Nútímamenning er borgarmenning og sú menning sem þrífst á landsbyggðinni sækir allt sitt til borgarmenningarinnar. Þetta er einkenni á nútímasamfélögum. Í borgunum er hið skapandi afl, þar er krafturinn og frumkvæðið. Við þurfum hins vegar að tengja betur mannlífið á landsbyggðinni við lífið í borginni. Þýðing landsins í huga þjóðarinnar hefur einnig breyst. Í hugum margra er strjálbýlið leiksvæði, í hugum annarra er það orkuver. Heimur okkar er borgarheimur. Það stríðir hins vegar gegn hagsmunum þjóðarinnar að tala um tvær þjóðir í landinu, hér er aðeins ein þjóð," sagði Páll.