Hallgrímur Helgason
Hallgrímur Helgason
SKÁLDSAGA Hallgríms Helgasonar, 101 Reykjavík, kom nýlega út hjá Norstedts í Svíþjóð í sænskri þýðingu Johns Swedenmarks. Umfjallanirnar hafa flestir verið lofsamlegar, þótt ýmsum þyki húmorinn svartur og lýsingin á menningunni við aldahvörf myrk.

SKÁLDSAGA Hallgríms Helgasonar, 101 Reykjavík, kom nýlega út hjá Norstedts í Svíþjóð í sænskri þýðingu Johns Swedenmarks. Umfjallanirnar hafa flestir verið lofsamlegar, þótt ýmsum þyki húmorinn svartur og lýsingin á menningunni við aldahvörf myrk. Ýmsir eru tvíbentir í garð yrkisefnisins og segir einn gagnrýnendanna að "aldrei hafi íslenskar bókmenntir komist jafn langt frá sinni miklu fornsagnahefð eins og í þessari skáldsögu." Allir gagnrýnendurnir hrósa þróttmiklum stílnum og frumleika hans og segjast merkja að höfundur hafi fengist við uppistand. Auk annarra einkenna hrósa gagnrýnendur persónusköpun Hallgríms, segja aðalpersónuna, Hlyn Björn, vera minnisstæða og áleitna sem þrátt fyrir allt kalli fram "eins konar samúð" hjá lesanda og margir nefna líkindi aðalpersónunnar, Hlyns, við Hamlet Shakespeares, segir í fréttatilkynningu.

101 Reykjavík kom út hjá Máli og menningu árið 1996.