KJÖRDÆMISFÉLAG Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Norðurlandi eystra gengst fyrir ráðstefnu laugardaginn 6. maí um sveitarstjórnarmál undir yfirskriftinni Staða og hlutverk sveitarfélaganna.

KJÖRDÆMISFÉLAG Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Norðurlandi eystra gengst fyrir ráðstefnu laugardaginn 6. maí um sveitarstjórnarmál undir yfirskriftinni Staða og hlutverk sveitarfélaganna.

Ráðstefnan er haldin á Fosshótel KEA, Akureyri, og hefst kl. 14. Hún er öllum opin og eru sveitarstjórnarmenn og annað áhugafólk um þessi mál sérstaklega hvatt til að mæta, segir í frétt frá VG.

Erindi flytja Grétar Þór Eyþórsson, Pétur Bolli Jóhannesson, Helga E. Erlingsdóttir og Ögmundur Jónasson. Í lokin verður Steingrímur J. Sigfússon með samantekt og slítur ráðstefnunni.