OPINN borgarafundur á vegum Samtaka geðhjálparfélaga á Norðurlöndum verður haldinn í sal Rauða kross Íslands, Efstaleiti 1, Reykjavík, fimmtudaginn 11. maí klukkan 19. Framsöguerindi flytja fulltrúar frá öllum geðhjálparfélögum Norðurlanda.

OPINN borgarafundur á vegum Samtaka geðhjálparfélaga á Norðurlöndum verður haldinn í sal Rauða kross Íslands, Efstaleiti 1, Reykjavík, fimmtudaginn 11. maí klukkan 19.

Framsöguerindi flytja fulltrúar frá öllum geðhjálparfélögum Norðurlanda. Fundinn sitja einnig fulltrúar ríkisstjórnar Íslands og stjórnarandstöðu.

Fundarefni er áhrif notenda á þjónustu við geðfatlaða. Eftir framsöguerindi verða almennar umræður.