MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð: Við undirrituð höfum öll starfað með eða notið listar Gerrits Schuil. Gerrit Schuil er frábær listamaður, ábyggilegur skipuleggjandi og góður samferðamaður.

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð:

Við undirrituð höfum öll starfað með eða notið listar Gerrits Schuil. Gerrit Schuil er frábær listamaður, ábyggilegur skipuleggjandi og góður samferðamaður. Erlendir listamenn hafa í gegnum tíðina verið mikilvægir frumkvöðlar og starfað ötulir að uppbyggingu íslensks tónlistarlífs. Sem lítil og metnaðarfull eyþjóð er okkur sú samkeppni sem erlendir listamenn veita okkur mjög nauðsynleg og frjóvgandi. Gerrit er fjölhæfur listamaður og hefur starf hans á Íslandi verið margþætt.

Sumarið 1999 var Gerrit ráðinn listrænn stjórnandi og aðalhljómsveitarstjóri Íslensku óperunnar. Starf Íslensku óperunnar í vetur undir hans listrænu stjórn var fyrirheit um ferskt og vandað óperuleikhús og eru það okkur mikil vonbrigði að því starfi skuli nú lokið. Það er þó einlæg von okkar að við eigum eftir að fá notið samstarfs og listar Gerrits Schuil á Íslandi um ókomna framtíð.

Alina Dubik, söngkona; Arndís Halla Ásgeirsdóttir, söngkona; Atli Heimir Sveinsson, tónskáld; Björk Jónsdóttir, söngkona; Bergþóra Jónsdóttir, tónlistarfræðingur; Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona; Eydís Franzdóttir, óbóleikari; Gerður Gunnarsdóttir, fiðluleikari; Guðni Franzson, klarinettuleikari; Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari; Guðrún Óskarsdóttir, semballeikari; Gunnar Guðbjörnsson, söngvari; Gunnar Kvaran, sellóleikari; Helga Þórarinsdóttir, víóluleikari; Ingólfur Helgason, söngvari; Ingunn Ásdísardóttir, leikstjóri; Ingveldur G. Ólafsdóttir, söngkona; Ingveldur Ýr Jónsdóttir, söngkona; Jóhanna G. Linnet, söngkona; Jón Ásgeirsson, tónskáld; Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari; Kolbeinn Jón Ketilsson, söngvari; Kristín S. Sigtryggsdóttir, söngkona; Lára Stefánsdóttir, listdansari; Ólafur Sveinsson, söngvari; Óskar Ingólfsson, tónlistarstjóri; Páll Pampichler Pálsson, tónskáld og hljómsveitarstjóri; Peter Maté, píanóleikari; Ragnheiður Linnet, söngkona; Ragnheiður Pétursdóttir, fiðluleikari; Rannveig Fríða Bragadóttir, söngkona; Rut Ingólfsdóttir, konsertmeistari; Selma Guðmundsdóttir, píanóleikari; Sieglinde Kahmann, söngkona; Signý Sæmundsdóttir, söngkona; Sigríður Jónsdóttir, söngkona; Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeistari; Sigrún Jónsdóttir, söngkona; Sigurður Björnsson, söngvari; Sólrún Bragadóttir, söngkona; Unnur Wilhelmsen, söngkona; Valgarður Egilsson, læknir; Zbigniev Dubik, fiðluleikari; Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld; Þórarinn Stefánsson, píanóleikari.