BARNAKÓRAMÓT Hafnarfjarðar verður haldið í fjórða sinn í Víðistaðakirkju í dag, laugardag, kl. 17. Þar koma fram átta kórar, en hver þeirra mun syngja tvö lög auk þess sem allir kórarnir syngja saman nokkur lög.

BARNAKÓRAMÓT Hafnarfjarðar verður haldið í fjórða sinn í Víðistaðakirkju í dag, laugardag, kl. 17. Þar koma fram átta kórar, en hver þeirra mun syngja tvö lög auk þess sem allir kórarnir syngja saman nokkur lög.

Kórarnir sem syngja eru Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju, Barnakór Bessastaðahrepps, Barna- og unglingakór Víðistaðakirkju, Kór Engidalsskóla, Barna- og unglingakór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Kór Setbergsskóla, Litli kór Öldutúnsskóla og Kór Öldutúnsskóla.

Það er skólaskrifstofa Hafnarfjarðar sem sér um undirbúning og framkvæmd mótsins. Aðgangur er ókeypis.