Í dag er laugardagur 6. maí, 127. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið staðfastir, óbifan- legir, síauðugir í verki Drottins. Þér vitið að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni.

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Danski Pétur og Akureyrin fara í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Sjóli kom í gær. Kleifarberg og Siglir fóru í gær. Dimar kemur í dag.

Fréttir

Félag eldri borgara, í Reykjavík. Silfurlínan, síma- og viðvika þjónusta fyrir eldri borgara, er opin virka daga kl. 16-18, s. 588-2120.

Stuðningsfundir fyrrverandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reykingum í Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjudögum kl. 17:30.

Mannamót

Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, þriðjudögum kl. 11 og fimmtudögum kl. 9.25. Þór Magnús Kapor sýnir myndir sínar í félagsstarfi Gerðubergs.

Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Handavinnusýning og kaffisala verður í dag og á morgun, sunnudag. Opið frá kl. 13-17 báða dagana.

Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50.

Ganga frá Hraunseli kl. 10. Á mánudag verður spiluð félagsvist kl. 13:30.

Félagi eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Dagsferð þriðjudaginn 9. maí um Hafnir, Reykjanes og Bláa lónið, kaffihlaðborð. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 9. Fararstjóri Sigurður Kristinsson. Takið með ykkur kaffibrúsann. Þeir sem hafa skráð sig í ferðina vinsamlegast sækið farmiðann á skrifstofu FEB. Mánud.: brids kl. 13. þriðjud.: skák kl. 13.

Vitatorg. Vorsýning handavinnu verður haldin á Vitatorgi sunnudaginn 7. maí og mánudaginn 8. maí, opið frá kl. 13-17 báða dagana, kaffiveitingar, kórsöngur: Kátir karlar og Borgarkórinn syngja í matsal á sunnudaginn. Allt áhugafólk um vinnu, valkosti og hagi eldri borgaranna okkar er hjartanlega velkomið. Öll venjuleg dagskrá fellur niður mánud. 8. maí.

Félagsstarf aldraðra, Garðabæ, Kirkjulundi. Spilakvöld 11. maí á Álftanesi.

Gjábakki. Fjölskyldudagskrá verður í Gjábakka laugardaginn 6. maí og hefst með fjölbreyttri dagskrá kl. 14 meðal efnis: Kór Digranesskóla, Bergþór Pálsson og Signý Sæmundsdóttir syngja nokkur lög. Samkór Kópavogs tekur lagið. Magnús Halldórsson leikur á munnhörpu og fyrir yngri kynslóðina mun Linda Ásgeirsdóttir leika atriði úr Latabæ, Vöfflukaffi.

Gullsmári. Fjölskyldudagur verður í Gullsmára og Gjábakka laugardaginn 6. maí. Dagskrá hefst 6. maí kl. 14 í Gullsmára. 1. Sigurbjörg Björgvinsdóttir opnar fjölskyldudaginn. 2. Samkór syngur nokkur lög, stjórnandi Dagrún Hjartardóttir. 3. Atriði úr Latabæ, Linda Ásgeirsdóttir kitlar hláturtaugar fólks á öllum aldri. 4. Kór Digranesskóla syngur nokkur lög, stjórnandi Gróa Hreinsdóttir. 5. Einsöngur, tvísöngur Bergþór Pálsson og Signý Sæmundsdóttir. 6. Leikið á munnhörpu, Magnús Halldórsson. Öllum heimill aðgangur án endurgjalds. Afar og ömmur eru hvött til að bjóða afkomendum sínum til að njóta þessarar menningarstundar. Vöfflukaffi.

Vesturgata 7. Handavinnusýning verður 6. 7. og 8. maí frá kl. 13-17. Veislukaffi verður alla dagana. Laugardaginn kl. 15 sýna nemendur Sigvalda úr ýmsum dönsum. Laugardag verður Ólafur Beinteinn Ólafsson við flygilinn. Á sunnudag verður Jónas Þórir við flygilinn, kl. 15 syngur karlakórinn Kátir karlar, stjórnandi og undirleikari Arnhildur Valgarðsdóttir. Á mánudeginum verður Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir við flygilinn frá kl. 13, kvennakórinn Hvannir syngur kl. 14.30 við undirleik Arnhildar Valgarðsdóttur, stjórnandi Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. Gestir á öllum aldri velkomnir.

ÍAK, Íþróttafélag aldraðra Kópavogi. Leikfimi í dag kl. 11.20 í safnaðarsal Digraneskirkju.

Félag hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu. Ganga frá Perlunni laugardaga kl. 11. Nánari upplýsingar á skrifstofu LHS frá kl. 9-17 virka daga, s. 552-5744 eða 863-2069.

Félags háskólakvenna. Kínaspjall Rögnu Ragnars verður á kvöldverðarfundi sunnudagskvöldið 7. maí á Hótel Holti, tilk. þarf þátttöku. Fundurinn er opinn öllum.

Húnvetningafélagið.

Kaffiboð fyrir eldri Húnvetninga í Húnabúð, Skeifunni 11, á morgun kl. 15-17. Húnakórinn syngur.

(1. Kor. 15, 58.)

Höf.: (1. Kor. 15, 58.)