Hólabrekkuskóli: Helga Guðrún Sigurðardóttir og Grímur Helgason úr nemendaráði afhenda Halldóru Þórdísi Jónsdóttur forstöðuþroskaþjálfa peningagjöfina frá nemendum skólans.
Hólabrekkuskóli: Helga Guðrún Sigurðardóttir og Grímur Helgason úr nemendaráði afhenda Halldóru Þórdísi Jónsdóttur forstöðuþroskaþjálfa peningagjöfina frá nemendum skólans.
Eldri bekkingar í Hólabrekkuskóla kynntu sér fötlun á þemadögum í skólanum, og ákváðu í kjölfarið að safna peningum handa Skammtímavistun, Hólabergi 86, fyrir börn og unglinga með einhverfu og hegðunar- eða tjáskiptaörðugleika.
Eldri bekkingar í Hólabrekkuskóla kynntu sér fötlun á þemadögum í skólanum, og ákváðu í kjölfarið að safna peningum handa Skammtímavistun, Hólabergi 86, fyrir börn og unglinga með einhverfu og hegðunar- eða tjáskiptaörðugleika. Nemendur seldu inn á fjölskylduskemmtun í skólanum sínum og söfnuðu um það bil 73 þúsundum krónum. Peningana gáfu þeir eftir að samræmdu prófunum var lokið og áður en 10. bekkur hélt til Vestmannaeyja í vorferð. Halldóra Þórdís Jónsdóttir forstöðuþroskaþjálfi þakkaði nemendum kærlega fyrir framtakið.