Frá undirritun samnings Orkuveitu Reykjavíkur og Jarðborana hf., talið frá vinstri: Þór Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Jarðborana hf., Bent Einarsson, framkvæmdastjóri Jarðborana hf., Sigfús Jónsson, forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, og Gu
Frá undirritun samnings Orkuveitu Reykjavíkur og Jarðborana hf., talið frá vinstri: Þór Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Jarðborana hf., Bent Einarsson, framkvæmdastjóri Jarðborana hf., Sigfús Jónsson, forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, og Gu
UNDIRRITAÐUR hefur verið verksamningur milli Orkuveitu Reykjavíkur og Jarðborana hf. um boranir á Nesjavöllum. Samningurinn var undirritaður af Sigfúsi Jónssyni forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, og Bent S.

UNDIRRITAÐUR hefur verið verksamningur milli Orkuveitu Reykjavíkur og Jarðborana hf. um boranir á Nesjavöllum. Samningurinn var undirritaður af Sigfúsi Jónssyni forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, og Bent S. Einarssyni framkvæmdastjóra Jarðborana.

Fjárhæð samningsins nemur um 380 milljónum króna. Að sögn Bents Einarssonar hjá Jarðborunum hf. er hér um verðugt verkefni fyrir fyrirtækið að ræða. "Framkvæmdir á háhitasvæðum eru mjög flóknar og kemur þá vel í ljós hve mikilvæg víðtæk þekking og reynsla starfsmanna félagsins er við þessar framkvæmdir. Auk þess er framkvæmd af þessari stærðargráðu mikilvæg fyrir fyrirtækið."

Verkið tekur til borunar á tveimur allt að 2.000 metra djúpum borholum. Báðar borholurnar verða stefnuboraðar. Holunum hefur verið valinn staður nærri Hengli og er tilgangur borananna að rannsaka jarðhitasvæðið á Nesjavöllum lengra til suðurs inn undir fjallið. Ef árangur verður góður í þessum borunum er mögulegt að tvær aðrar borholur verði boraðar á sama borsvæði. Í stefnuborun er beitt sömu tækni og notuð hefur verið með afar góðum árangri á undangengnum árum við boranir í Kröflu og á Nesjavöllum. Jarðboranir hafa samið um tæknilegt samstarf við bandaríska alþjóðafyrirtækið Halliburton, sem er leiðandi aðili á sviði stefnuborana í heiminum. Undirbúningur verksins er að hefjast og áætlað er að því ljúki í ágúst nk.