Hagnaður Walt Disney fyrirtækisins á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var 31% meiri en á sama tímabili í fyrra.

Hagnaður Walt Disney fyrirtækisins á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var 31% meiri en á sama tímabili í fyrra. Þetta er meiri hagnaður en áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir og segir í tilkynningu frá því að auknar auglýsingatekjur séu helsta skýringin þar á.

Auknar auglýsingatekjur helsta skýringin

Þar komi til gott efnahagsástand, miklar pólitískar auglýsingar og auknar auglýsingar internetfyrirtækja. Auglýsingatekjur ABC sjónvarpsstöðvarinnar, sem er í eigu Walt Disney, reyndust töluvert meiri en ráð var fyrir gert. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að auglýsingatekjur vegna sjónvarpsþáttanna, Hver vill verða milljónamæringur, sem sýndir eru á ABC sjónvarpsstöðinni og njóta mikilla vinsælda, hafi farið langt fram úr áætlunum.

Los Angeles. Reuters.

Höf.: Los Angeles. Reuters