Fylgst var með framleiðsluferli dráttarvélarinnar, allt frá því að fyrstu handtökin voru gerð og þar til glæsileg vél ók frá færibandinu.
Fylgst var með framleiðsluferli dráttarvélarinnar, allt frá því að fyrstu handtökin voru gerð og þar til glæsileg vél ók frá færibandinu.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Grund - Hinn 12. apríl sl. lagði hópur viðskiptavina Bújöfurs-Búvéla hf. af stað frá Keflavík og var flogið til Stokkhólms. Nokkur kvíði var í ferðalöngum því yfirvofandi flugvirkjaverkfall gat breytt ferðaáætlunni, en heimkoma var ákveðin 16.
Grund - Hinn 12. apríl sl. lagði hópur viðskiptavina Bújöfurs-Búvéla hf. af stað frá Keflavík og var flogið til Stokkhólms. Nokkur kvíði var í ferðalöngum því yfirvofandi flugvirkjaverkfall gat breytt ferðaáætlunni, en heimkoma var ákveðin 16. apríl, eða 3 dögum eftir að boðað verkfall hæfist, ef ekki tækist að semja. Verkfallinu var síðan frestað, menn tóku gleði sína á ný og nutu ferðarinnar undir leiðsögn fararstjórans Þorgeirs Arnars Elíassonar, stofnanda Bújöfurs.

Á Arlandaflugvelli tók Jan Andersson, sölustjóri Trima AB á Norðurlöndum, á móti hópnum, og var nú stefnan tekin á Landbúnaðarháskólann í Uppsölum. Eftir kynningar og skoðunarferð um Landbúnaðarháskólann var ekið til Bergsjö og skoðaðar verksmiðjur Trima AB, sem framleiða 7000 ámoksturstæki á ári, auk ýmissa hjálpartækja fyrir landbúnað.

Þarna var gist, en daginn eftir var farið til Stokkhólms, því um kvöldið þurftu ferðalangarnir að vera komnir um borð í ferju, sem sigldi til Åbo í Finnlandi. Nú var orðinn leiðsögumaður Jens Villumsen, starfsmaður Valtra í Danmörku. Frá Åbo þurfti að aka 400 km leið til Suolahiti, en þar eru dráttarvélaverksmiðjur Valtra Inc.

Valtra Inc. framleiðir Valmet dráttarvélar og Sisu díselvélar. Sisu díselvélar eru ekki bara í Valmet heldur eru þær einnig í mörgum stærri gerðum dráttarvéla, m.a. Massey Ferguson dráttarvélum. Valtra Inc. er nýtt nafn á gamalgrónu fyrirtæki sem á rætur að rekja til ársins 1913, en þá framleiddi það dráttarvélar undir nafninu Munktell.

Frá árinu 1987 hafa dráttarvélar verksmiðjanna kallast Valmet, en nú á enn að breyta því, og vélarnar bera nafnið Valtra frá og með næsta ári.

Gaman var að fylgjast með framleiðsluferli dráttarvélarinnar, allt frá því að fyrstu handtökin hófust og þar til glæsileg vél ók frá færibandinu.

Vélarnar eru framleiddar samkvæmt gæðastaðli ISO 9001, sem Valtra verksmiðjan fékk vottaðan, fyrst dráttarvélaverksmiðja í heiminum. Framleiddar eru 46 dráttarvélar á dag, af ýmsum gerðum og stærðum, og samkvæmt óskum kaupenda. Í flestum tilfellum er vélin þegar seld þegar hún fer eftir færibandinu, merkt vætanlegum eiganda sínum, og því framleidd samkvæmt óskum hans hvað búnað varðar.

Á árinu 1999 voru framleiddar 9233 dráttarvélar í verksmiðjunni, en einungis 2350 á árinu 1992.

Eftir lærdómsríka og ánægjulega dvöl í Suolahiti var ekið til Helsingfors, og þar farið með okkur í útsýnisferð, en á laugardagskvöld var farið um borð í ferju sem sigldi um nóttina til Stokkhólms. Þar var gerður stuttur stans, sem þó var notaður til að skoða sig um áður en ekið var út á Arlandaflugvöll, Síðan var farið um borð í Flugleiðaþotuna, sem flutti hópinn heim samkvæmt upphaflegri áætlun.