Laufey Valgeirsdóttir frá Bjarnarhöfn með stórum hópi afkomenda. Fremst á myndinni eru mágarnir Jón Bjarnason og Hjálmar Jónsson.
Laufey Valgeirsdóttir frá Bjarnarhöfn með stórum hópi afkomenda. Fremst á myndinni eru mágarnir Jón Bjarnason og Hjálmar Jónsson.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eldri borgarar í Stykkishólmi eiga sér félag er heitir Aftanskin og hefur það starfað vel á undanförnum árum en formaður þess er Þórný Axelsdóttir. Árlega er efnt til barnaballs. Þar bjóða félagsmenn börnum sínum og fjölskyldum þeirra til skemmtunar.

Eldri borgarar í Stykkishólmi eiga sér félag er heitir Aftanskin og hefur það starfað vel á undanförnum árum en formaður þess er Þórný Axelsdóttir. Árlega er efnt til barnaballs. Þar bjóða félagsmenn börnum sínum og fjölskyldum þeirra til skemmtunar. Barnaballið var haldið föstudagskvöldið 28. apríl sl. í félagsheimilinu með glæsibrag. Þar gerði mikla lukku sönghópur eldri borgara undir stjórn Jóhönnu Guðmundsdóttur. Kórinn flutti nokkur dægurlög og túlkaði textana með góðum leik. Elsti leikarinn og söngvarinn var Hólmfríður Magnúsdóttir, en hún verður 90 ára í haust. Fleiri skemmtiatriði voru flutt og síðan var boðið upp á veitingar og dans á eftir. Skemmtunin var vel sótt og mættu um 140 manns og komu börnin víða að.

Stykkishólmi. Morgunblaðið.

Höf.: Stykkishólmi. Morgunblaðið