MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Heiðari Guðnasyni, forstöðumanni Samhjálpar: "Vegna greinar er birtist á síðu 1.5 í blaðinu 24.7 er barst með Mbl., hinn 4.

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Heiðari Guðnasyni, forstöðumanni Samhjálpar:

"Vegna greinar er birtist á síðu 1.5 í blaðinu 24.7 er barst með Mbl., hinn 4. maí, óskar undirritaður eftir því að eftirfarandi athugasemdir verði birtar:

Í greininni er haft eftir: ,,Samhjálp er í eigu hvítasunnumanna Fíladelfíukirkjunnar og var stofnuð 1973 af manni sem var alkóhólisti. Samhjálp er í eigu Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu en er rekin sem sjálfstæð eining. Samhjálp var stofnað 1973 af sömu kirkju. Maðurinn, sem viðmælandi blaðamanns nefnir, var fyrsti forstöðumaður stofnunarinnar."

Haft er eftir: ,,Upphaflega var þetta mjög í anda Hvítasunnukirkjunnar, notast var við handayfirlagningar og þess háttar og þetta varð að miklu leyti geymslustaður fyrir utangarðsfólk sem átti engan stað annan að fara á með sín vandamál. Við upphaf reksturs eða árið 1973 var starfið í mótun, s.s. eðlilegt er. Ýmsir erfiðleikar voru í rekstrinum, s.s. vegna skorts á fjármagni en einnig vegna ómótaðra hugmynda um meðferðarstarf.

Árið 1977 kom til starfa sem forstöðumaður Óli Ágústsson (ekki Ólafur Ágústsson, s.s. rangt var farið með). Þá strax urðu umskipti í starfinu sem hefur síðan þá verið byggt upp af festu og fagmennsku. Þó að meðferðarstarfið sé unnið á kristilegum grunni hefur það aldrei byggst á handayfirlagningum og þess háttar, né hefur Hlaðgerðarkot verið geymslustaður fyrir utangarðsfólk."

Haft er eftir: ,,Upp úr '85 fóru menn að taka inn AA kerfið og í dag er munurinn sáralítill á Vogi og Hlaðgerðarkoti. Vissulega byggist meðferð í Hlaðgerðarkoti á hinum kristna grunni 12 spora kerfis AA en undirritaður er viss um að forráðamenn Vogs taka undir það að talsverður munur er á þessum tveimur stofnunum þó svo að markmiðið sé það sama. Það skal tekið fram að undirritaður ber mikla virðingu fyrir starfsemi SÁÁ og telur þar vandað afar vel til allra verka."

Haft er eftir: ,,Kaffistofan er alfarið rekin með frjálsum framlögum,... það sem er veitt fáum við allt gefins Varðandi rekstur kaffistofu skal það tekið fram að hún er ekki rekin með frjálsum framlögum, heldur veitir Reykjavíkurborg styrk til rekstursins. Rauði krossinn hefur veitt styrk og auk þess þá hafa einstaklingar styrkt starf kaffistofunnar með fjárframlögum. Það sem á hefur vantað hefur komið af sjálfsaflafé stofnunarinnar.

Nokkur fyrirtæki hafa orðið til þess að gefa matvöru reglulega. Hefir framlag þeirra verið til mikillar hjálpar en ekki nægt til þess að mæta þörfinni.

Því hefur stofnunin þurft að útvega það sem á vantar en sem dæmi þá eru allar mjólkurvörur og kaffi keyptar af stofnuninni.

Það skal tekið fram að viðmælandi blaðamanns, Árni Gunnlaugsson, talaði ekki fyrir hönd Samhjálpar og skoðanir sem fram koma s.s. á heilbrigðiskerfinu eru hans skoðanir en ekki stofnunarinnar."