TALSMAÐUR Helmuts Kohls, fyrrverandi kanslara Þýskalands, vísaði í gær á bug sem algerri firru blaðafréttum um að hann hefði tekið við peningum í flokkssjóði kristilegra demókrata, CDU, frá austur-þýskum kommúnistum.

TALSMAÐUR Helmuts Kohls, fyrrverandi kanslara Þýskalands, vísaði í gær á bug sem algerri firru blaðafréttum um að hann hefði tekið við peningum í flokkssjóði kristilegra demókrata, CDU, frá austur-þýskum kommúnistum. Um væri að ræða "nýja tilraun til að sverta ímynd" leiðtogans fyrrverandi.

Blaðið Süddeutsche Zeitung skýrði frá því að kommúnistaflokkurinn, SED, hefði flutt 500 milljónir marka, rúmlega 16 milljarða króna, til Ungverjalands eftir hrunið 1989. Gaf blaðið í skyn að féð væri hluti þess sem Kohl hefur viðurkennt að hafa tekið við sem framlagi í sjóði CDU. Hann neitar enn að gefa upp nöfn þeirra sem afhentu honum peningana og segist hafa heitið þeim nafnleynd.

Berlín. AFP.

Höf.: Berlín. AFP