Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, markaðsstjóri KEA, afhendir Ágústi Guðmundssyni, þjálfara körfuknattleiksliða Þórs, bónusgreiðslur í tilefni af góðum árangri á körfuknattleiksvellinum í vetur.
Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, markaðsstjóri KEA, afhendir Ágústi Guðmundssyni, þjálfara körfuknattleiksliða Þórs, bónusgreiðslur í tilefni af góðum árangri á körfuknattleiksvellinum í vetur.
KEA og íþróttafélögin Þór og KA hafa gert með sér samninga þar sem öflugt félagsstarf KA og Þórs nýtist KEA við margvísleg kynningarmál gegn ákveðnu mánaðarlegu fjárframlagi fyrirtækisins.

KEA og íþróttafélögin Þór og KA hafa gert með sér samninga þar sem öflugt félagsstarf KA og Þórs nýtist KEA við margvísleg kynningarmál gegn ákveðnu mánaðarlegu fjárframlagi fyrirtækisins. Í samningunum er jafnframt kveðið á um bónusgreiðslur til félaganna nái þau tilteknum árangri.

Nýlega hefur körfuknattleiksdeild Þórs fengið afhentar tvær slíkar bónusgreiðslur í tilefni af góðum árangri á körfuknattleiksvellinum í vetur. Annars vegar var um að ræða bónus fyrir þann árangur meistaraflokks karla að komast í átta liða úrslit Íslandsmótsins og hins vegar fyrir frábæran árangur unglingaflokks, sem varð bikarmeistari í sínum flokki.

Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri KEA, sagðist ánægð með reynsluna af samningunum sem stofnað var til haustið 1998 og endurnýjaðir árið 1999. KEA hefði átt mjög gott og árangursríkt samstarf við íþróttafélögin á félagssvæði sínu og samningar sem þessir undirstrikuðu vilja félagsins til að slíkt mætti halda áfram. KEA hefði einnig stutt starfsemi fjölda annarra íþróttafélaga á starfssvæði sínu.