Vídalínskirkja í Garðabæ.
Vídalínskirkja í Garðabæ.
Guðspjall dagsins: Ég er góði hirðirinn.
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14 á vegum Ísfirðingafélagsins. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Sóknarnefnd.

BÚSTAÐAKIRKJA : Barnamessa kl. 11. Léttir söngvar, biblíusögur, bænir, umræður og leikir við hæfi barnanna. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Guðsþjónusta kl. 14. Oganisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson.

DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Messa kl. 14. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Að messu lokinni er samkoma í safnaðarheimilinu á vegum félags Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra.

ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl. 10:15. Félagar úr Rangæingakórnum syngja. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson.

GRENSÁSKIRKJA: Lokasamvera barnastarfsins kl. 11. Messa kl. 14:00. Athugið breyttan messutíma! Altarisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Kaffisala Kvenfélags Grensássóknar að lokinni messu. Sr. Ólafur Jóhannsson.

HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Sigurður Pálsson. Barnastarf er undir stjórn Magneu Sverrisdóttur.

LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg.

HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 14. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. Aðalsafnaðarfundur og kaffisala Kvenfélags Háteigssóknar eftir messu. Allir velkomnir.

LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Þóra S. Guðmannsdóttir syngur einsöng. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir messu.

LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Kór Laugarneskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Hrund Þórarinsdóttir stýrir sunnudagaskólanum ásamt sínu fólki. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Messukaffi.

NESKIRKJA: KR-guðsþjónusta kl. 11. Athugið breyttan messutíma. Organisti Reynir Jónasson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Á undan guðsþjónustunni eða kl. 10 verður boðið upp á léttan morgunverð og kaffi í umsjá KR-kvenna og Neskirkju.

SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason.

ÍSLENSKA KIRKJAN ERLENDIS:

GAUTABORG: Messa í norsku sjómannakirkjunni sunnud. 7. maí kl. 14. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Organisti Tuula Jóhannesson. Kirkjukaffi.

FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 14. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kyrrðarstund í kapellunni, í hádeginu á miðvikudögum. Súpa og brauð á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson.

ÁRBÆJARKIRKJA: Útvarpsguðsþjónusta kl. 11 árdegis. Prestur: Sr. Þór Hauksson. Organleikari: Pavel Smid. Aðalfundur Árbæjarsafnaðar í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 12.15 að loknum léttum hádegisverði. Venjuleg aðalfundarstörf. Prestar og sóknarnefnd.

BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Stoppleikhópurinn flytur barnaleikritið "Ósýnilegi vinurinn". Barnakórinn syngur. Kl. 14. Messa Fáskrúðsfirðingafélagsins. Prestur: Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Að messu lokinni verður kirkjukaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins. Gísli Jónasson.

DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti: Bjarni Jónatansson. Léttur málsverður í safnaðarsal að lokinni messu. Sýning á verkum geðfatlaðra stendur yfir á opnunartíma kirkjunnar í maí.

FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur: Sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Fimm ára börn eru boðin sérstaklega velkomin. Þau fá bókina Kata og Óli afhent. Organisti: Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Umsjón: Margrét Ó. Magnúsdóttir. Prestarnir.

GRAFARVOGSKIRKJA: Ferming kl. 10:30. Prestar: Sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Ferming kl. 13.30. Prestar: Sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Prestarnir.

HJALLAKIRKJA: Söguleg guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta frá tímum Jóns Vídalíns. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Stuðst við handbækur og sálmabækur þess tíma og prédikað úr Vídalínspostillu. Sýning á munum frá tímabilinu í anddyri kirkjunnar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsöng. Guðrún Þórarinsdóttir leikur á víólu. Kórstjóri: Jón Ólafur Sigurðsson. Kirkjukaffi að guðsþjónustu lokinni. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir.

SELJAKIRKJA: Kl. 14. Guðsþjónusta. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Sóknarprestur.

KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kársnesskórinn undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur syngur. Hljómsveitin Kashmir flytur nokkur lög. Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson, prestur sr. Guðni Þór Ólafsson.

Þriðjudagur: Bænastund í kirkjunni kl. 12:30. Foreldramorgunn kl. 10 í

Borgum.

ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN:

Fjölskylduguðþjónusta kl. 11. Samkoma kl. 20. Edda M. Swan predikar. Heilög kvöldmáltíð. Allir hjartanlega velkomnir.

BOÐUNARKIRKJAN: Samkoma kl. 11. Í dag er Steinþór Þórðarson með predikun og Ragnheiður Ólafsdóttir Laufdal með biblíufræðslu. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Súpa og brauð eftir samkomuna. Allir hjartanlega velkomnir.

KLETTURINN, Bæjarhrauni 2: Samkoma kl. 20. Predikun orðsins og mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Allir velkomnir.

FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng, ræðumaður Svanur Magnússon. Ungbarna- og barnakirkja meðan á samkomu stendur. Allir hjartanlega velkomnir.

KFUM og KFUK v/Holtaveg: Fjölskyldusamkoma. Síðasta síðdegissamkoma vorsins verður á morgun, sunnudaginn 7. maí, kl. 17. Sungnir verða söngvar úr æskulýðsstarfinu, fluttur verður helgileikur og brugðið verður á leik á óvæntan hátt. Gyða Karlsdóttir segir nokkur orð í upphafi og Helgi Gíslason flytur stutta hugvekju. Stjórnandi samkomunnar verður Sigurbjörn Þorkelsson. Að lokinni samkomunni verður boðið upp á grillaðar pylsur. Allir eru velkomnir á samkomuna. Leiðtogum úr æskulýðsstarfi KFUM og KFUK, börnum, foreldrum þeirra, systkinum, öfum og ömmum er sérstaklega boðið.

KRISTSKIRKJA, Landakoti : Messur sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18.

MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardaga og virka daga kl. 18.30.

JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18.

KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði : Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8.

BARBÖRUKAPELLA, Keflavík, Skólavegi 38: Messa sunnudag kl. 14.

STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardaga og virka daga kl. 18.30.

RIFTÚN, Ölfusi . Messa sunnudag kl. 17.

FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ : Samkoma á morgun kl. 15.

HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Örn Falkner, félagar úr kór Hafnarfjarðarkirkju leiða söng. Prestur sr. Þórhildur Ólafs.

VÍÐISTAÐAKIRKJA:

Guðsþjónusta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti: Úlrik Ólason. Aðalsafnaðarfundur að lokinni guðsþjónustu. Sigurður Helgi Guðmundsson.

FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði

: Barna- og fjölskyldusamkoma kl. 11, umsjón Sigríður Kristín, Edda og Örn.

VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta verður sunnudaginn 7. maí kl. 14 er við minnumst fimm ára vígsluafmælis Vídalínskirkju. Í guðsþjónustunni verður fjölbreyttur tónlistarflutningur, m.a. flytur kór Vídalínskirkju kafla úr kantötu eftir J.S. Bach og hluta úr messu eftir Schubert. Einnig munu einsöngvararnir Marta Guðrún Halldórsdóttir og Hjálmar Pétursson syngja einsöng við athöfnina. Með kór og einsöngvurum leikur strengjakvartett og organisti verður Sólveig Anna Jónsdóttir. Stjórnandi verður organisti Garðasóknar, Jóhann Baldvinsson. Predikun: Sr. Friðrik J. Hjartar. Við guðsþjónustuna þjóna prestar kirkjunnar, Hans Markús Hafsteinsson sóknarprestur og sr. Friðrik J. Hjartar og djákni, Nanna Guðrún Zoëga. (Ath. breytt tímasetning. Guðsþjónustan verður kl. 14. Kaffisala til ágóða fyrir gluggasjóð Vídalínskirkju í safnaðarheimilinu á eftir. Þar verður flutt menningardagskrá í tilefni vígsluafmælis kirkjunnar og

árlegrar Vídalínshátíðar.) Rútuferð frá Hleinunum kl. 13:40 og til baka að loknu kaffisamsætinu. Prestarnir.

GARÐAKIRKJA:

Messa kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Jóhann Baldvinsson. Sr. Bragi Friðriksson þjónar við athöfnina ásamt Nönnu Guðrúnu Zoëga djákna. Prestarnir.

BESSASTAÐAKIRKJA:

Bæna- og kyrrðarstund verður sunnudaginn 7. maí kl. 20:30. Mætum vel og eigum hljóða stund saman nú í byrjun sumars.

Prestarnir.

GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 11. Ferming.

EYRABAKKAKIRKJA: Messa kl. 13.30. Ferming.

HVALSNESSÓKN: Safnaðarheimilið í Sandgerði: Fermingarguðsþjónustur kl. 10:30 og kl. 14.

Hvalsneskirkja: Fermingarguðsþjónusta kl. 16. Litur hvítur (tákn Jesú Krists, gleði og hreinleika). Eldri borgarar annast ritningarlestra. Kór Hvalsneskirkju syngur.

Organisti Guðmundur Sigurðsson.

YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudaginn 7. maí kl. 14. Grímur Karlsson skipstjóri flytur vitnisburð. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Steinars Guðmundssonar organista. Aðalsafnaðarfundur að guðsþjónustu lokinni.

NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðþjónusta sunnudaginn 7. maí kl. 11. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Steinars Guðmundssonar organista. Aðalsafnaðarfundur að guðsþjónustu lokinni.

KEFLAVÍKURKIRKJA: Samverustund með 5 ára börnum og foreldrum þeirra.

Guðspjall: Góði hirðirinn (Jóh. 10).

Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason.

Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng.

Orgelleikari Einar Örn Einarsson.

SELFOSSKIRKJA: Fermingarmessur kl. 10.30 og kl. 14. Hádegisbænir þriðjudaga til föstudaga kl. 12.10. Fjölskyldusamvera miðvikudaga kl. 11. Sóknarprestur.

ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagur 7. maí. Vorferðalag sunnudagaskólans. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 10. Komið heim um kl. 14. 30. Ákvörðunarstaður: Kirkjan að Skarði í Landsveit. Skráning hjá Sissu (483 3450) og Baldri (483 3771). Sóknarprestur.

LANDAKIRKJA: Kl. 20.30. Þjóðlagamessa, messa með nýju sniði, fallegum söngvum úr þjóðlagahefð. Eitthvað sem allir aldurshópar njóta. Tónlistarfólk úr Vestmannaeyjum sér um undirleik og eldri börn í Litlum lærisveinum leiða söng. Ath. breyttan messutíma.

ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Fermingarmessa kl. 13:30. Sóknarprestur .

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA

: Messa í miðaldastíl verður sunnudag kl. 14. Voces Thules syngja. Sóknarprestur.

NORÐFJARÐARKIRKJA: Almenn guðsþjónusta kl. 14.

ÞINGVALLAKIRKJA

: Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 14. Bænaganga frá kirkjunni að þeim stöðum sem helgihald verður á kristnihátíð. Beðið verður fyrir kristnihátíð og kirkjulegu starfi í landinu.

KAÞÓLSKA KIRKJAN

Reykjavík - Kristskirkja:

Sunnudag: Messur kl. 10.30 og kl. 14.00. Kl. 18.00 messa á ensku.

Virka daga: Messur kl. 8.00 og 18.00. Laugardag messa kl. 18.00.

Reykjavík - Maríukirkja við Raufarsel:

Sunnudag messa kl. 11.00.

Virka daga: Messa kl. 18.30.

Laugardag messa kl. 18.30 á ensku.

Riftún, Ölfusi:

Sunnudag messa kl. 17.00.

Hafnarfjörður - Jósefskirkja:

Sunnudagur messa kl. 10.30,

laugardagur messa kl. 18.00.

Karmelklaustur:

Sunnudag messa kl. 8.30.

Laugardag og virka daga messa kl. 8.00.

Keflavík - Barbörukapella, Skólavegi 38:

Sunnudag biskupsmessa kl. 14.00 - ferming.

Stykkishólmur - Austurgötu 7:

Sunnudag kl. 10.00.

Mánudag-laugardag messa kl. 18.30.

Ísafjörður - Jóhannesarkapella, Mjallargötu 9:

Sunnudag messa kl. 11.00.

Bolungarvík:

Sunnudag messa kl. 16.00.

Flateyri:

Laugardag messa kl. 18.00.

Suðureyri:

Föstudag messa kl. 18.30.

Þingeyri:

Mánudag kl. 18.30.

Akureyri:

Sjá Akureyrarblað.

Jóh. 10.

Höf.: Jóh. 10