Rannveig Tryggvadóttir
Rannveig Tryggvadóttir
SVEINN Kjartansson barnalæknir sagðist í morgunþætti Stöðvar 2 fyrir skömmu ráðleggja nýbökuðum mæðrum að hafa börn sín á brjósti í a.m.k. sex mánuði. Lengur ef hægt væri. "Svona upp að einu ári?" var spurt. "Já", svaraði læknirinn.

SVEINN Kjartansson barnalæknir sagðist í morgunþætti Stöðvar 2 fyrir skömmu ráðleggja nýbökuðum mæðrum að hafa börn sín á brjósti í a.m.k. sex mánuði. Lengur ef hægt væri. "Svona upp að einu ári?" var spurt. "Já", svaraði læknirinn. Hann sagði brjóstamjólk ávallt vera besta kostinn.

Kona mun vera eitt til tvö ár að ná sér eftir barnsburð. Hvað liggur á að ýta henni út á vinnumarkaðinn? Sóun og eyðslusemi virðast vera orðin þjóðareinkenni og mönnum virðist þykja meira um vert að sýna stúlkurnar okkar á alþjóðavettvangi en að meta það við þær að þær skili þjóðinni þremur, fjórum börnum sem er nauðsynlegt vilji þjóðin lifa áfram í landinu. Móðurhlutverkið er dásamlegt og öfund lítils hóps karla í garð mæðra má ekki verða til þess að alþingismönnum sé annara um að stinga dúsu upp í þá en að sýna þann manndóm að meta móðurhlutverkið að verðleikum. Framtíð þjóðarinnar veltur á því. Það er örugg leið til upprætingar á Íslendingum að etja konunum stanslaust til keppni við karla um hálaunastörf. Launið þeim heldur maklega fyrir að sinna hinu bráðnauðsynlega móðurhlutverki.

Ofursnáðar voru karlar til sveita kallaðir sem öttu konunum sínum til útiverka en kusu sjálfum sér innistörf. Ég legg til að karlar í "Jafnréttisnefnd karla" stytti nafnið á félagi sínu í "Ofursnáðanefnd". Það væri réttnefni og frábært nýyrði.

RANNVEIG

TRYGGVADÓTTIR,

Bjarmalandi 7, Reykjavík.

Frá Rannveigu Tryggvadóttur:

Höf.: Rannveigu Tryggvadóttur