AÐALFUNDUR Félags hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu haldinn 25. mars í Ársal Hótels Sögu fagnar sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og treystir því að góð þjónusta við hjartasjúklinga verði enn betri eins og stefnt er að.
AÐALFUNDUR Félags hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu haldinn 25. mars í Ársal Hótels Sögu fagnar sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og treystir því að góð þjónusta við hjartasjúklinga verði enn betri eins og stefnt er að. "Einnig er þess vænst að starfsemi HL-stöðva verði efld enn frekar en næsta fjáröflun landssamtakanna er einmitt til eflingar HL-stöðva um land allt," segir í samþykkt félagsins.