ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV í handknattleik kvenna ætla að taka þátt í Evrópukeppni meistaraliða næsta haust. Þorvarður Þorvaldsson, formaður hjá handknattleiksdeild ÍBV, staðfesti það í samtali við Morgunblaðið.
ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV í handknattleik kvenna ætla að taka þátt í Evrópukeppni meistaraliða næsta haust. Þorvarður Þorvaldsson, formaður hjá handknattleiksdeild ÍBV, staðfesti það í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að kvennaliðið hefði tvívegis áður tekið þátt í Evrópukeppni, 1993 og 1994, og að stefnt væri á að taka þátt aftur næsta haust. "Við viljum ýta undir íslenskan kvennahandknattleik með því að taka þátt í slíkri keppni og finnst miður að engin handknattleikslið hafi tekið þátt í Evrópukeppni síðustu tvö ár." Ekkert íslenskt handknattleikslið, karla og kvenna, hefur tekið þátt í Evrópukeppni frá því að karlalið Aftureldingar og KA tóku þátt veturinn 1997-98.