VORSÝNING Kvöldskóla Kópavogs verður haldin sunnudaginn 7. maí nk. kl. 14 til 18 í Snælandsskóla v/Furugrund. Góð aðsókn var að skólanum í vetur og voru nemendur á fimmta hundrað á hvorri önn.

VORSÝNING Kvöldskóla Kópavogs verður haldin sunnudaginn 7. maí nk. kl. 14 til 18 í Snælandsskóla v/Furugrund. Góð aðsókn var að skólanum í vetur og voru nemendur á fimmta hundrað á hvorri önn.

Á þessari sýningu verður aðallega sýndur afrakstur af vinnu nemenda í verklegum námskeiðum frá liðnum vetri: Bókband, bútasaumur, fatasaumur, frístundamálun, glerlist, kántrý-föndur, körfugerð, skrautritun, trésmíði, trölladeig og útskurður. Hér er að finna margs konar gripi sem nemendur hafa hannað og útfært undir leiðsögn kennara síns.