SKÁKDEILD KR, skákfélag í vesturbænum, heldur firmamót í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 7. maí kl. 14. Hundrað skráð fyrirtæki taka þátt í mótinu.

SKÁKDEILD KR, skákfélag í vesturbænum, heldur firmamót í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 7. maí kl. 14.

Hundrað skráð fyrirtæki taka þátt í mótinu. Deildin leitar eftir skákmönnum á öllum aldri, konum og körlum, til þess að tefla og er öllum frjáls þátttaka sem hafa styrkleika undir 2.100 Elo-stigum. Tefldar verða níu umferðir í Monrad. Umhugsunarfrestur er 7 mínútur. Keppt er um fjölda glæsilegra verðlauna.

Skákmenn eru hvattir til að mæta til skráningar kl. 13 í Ráðhúsi Reykjavíkur, skráning er ókeypis.

Með þessu firmamóti stefnir félagið að fjáröflun til þess að styðja við öfluga skákfræðslu og kennslu í skólum og félögum á athafnasvæði sínu.