Dagur flórgoðans verður haldinn við Ástjörn í Hafnarfirði á sunnudag.
Dagur flórgoðans verður haldinn við Ástjörn í Hafnarfirði á sunnudag.
HINN árlegi flórgoðadagur Fuglaverndarfélagsins og umhverfisnefndar Hafnarfjarðar verður við Ástjörn við Hafnarfjörð sunnudaginn 7. maí milli kl. 13.30 og 15. Haldið hefur verið upp á dag flórgoðans við Ástjörn síðan 1993.

HINN árlegi flórgoðadagur Fuglaverndarfélagsins og umhverfisnefndar Hafnarfjarðar verður við Ástjörn við Hafnarfjörð sunnudaginn 7. maí milli kl. 13.30 og 15. Haldið hefur verið upp á dag flórgoðans við Ástjörn síðan 1993. Reyndir fuglaskoðarar verða á staðnum og upplýsa gesti um leyndardóma flórgoðans og sýna þeim hið fjölbreytta lífríki Ástjarnar. Gögnum verður dreift um tjörnina og flórgoðann. Ástjörn er syðst í Hafnarfirði austan Reykjanesbrautar og er farinn afleggjari skammt suður af kirkjugarðinum.

Flórgoðinn hefur undanfarið verið í gjörgæslu vegna mikillar fækkunar síðustu áratugi. Framræsla votlendis, landnám minks og aðrar breytingar á lífsskilyrðum þessa skrautlega og sérkennilega fugls eru taldar vera orsakirnar fyrir fækkuninni. Átak er nú í gangi sem stefnir að því að snúa þessari þróun við. Ástjörn og Urriðakotsvatn eru einu varpstaðir flórgoðans á Suðvesturlandi, á öllu svæðinu milli Laugardals í Árnessýslu og Skorradals í Borgarfirði. Ástjörn er friðlýst og er friðlandsins gætt af íþróttafélaginu Haukum. Umhverfi tjarnarinnar var gert að fólkvangi fyrir þremur árum.