FUNDI í kjaradeilu Sjómannafe´lags Íslands, vegna farmanna á kaupskipum, var slitið klukkan hálf tvö í nótt.

FUNDI í kjaradeilu Sjómannafe´lags Íslands, vegna farmanna á kaupskipum, var slitið klukkan hálf tvö í nótt.

Fundurinn hafði staðið í húsnæði ríkissáttasemjara frá því klukkan ellefu í gærmorgun en að sögn Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélagsins, kom bakslag í samningaviðræðurnar í gærkvöld.

Hvorki Jónas né Þórir Einarsson ríkissáttasemjari vildu tjá sig um efnisatriði ágreiningsins. Nýr fundur hefur verið boðaður klukkan hálf tvö í dag.