Nýtt húsnæði Sjóvár-Almennra á Ísafirði er í  Aðalstræti 26, við Silfurtorg.
Nýtt húsnæði Sjóvár-Almennra á Ísafirði er í Aðalstræti 26, við Silfurtorg.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
NÝLEGA flutti umboð Sjóvá-Almennra á Ísafirði í nýtt húsnæði að Aðalstræti 26, við Silfurtorg. Húsnæðið er í miðbæ Ísafjarðar, gegnt bæjarskrifstofunum, en áður hafði félagið aðstöðu hjá Eimskip í Eyrarskála.

NÝLEGA flutti umboð Sjóvá-Almennra á Ísafirði í nýtt húsnæði að Aðalstræti 26, við Silfurtorg. Húsnæðið er í miðbæ Ísafjarðar, gegnt bæjarskrifstofunum, en áður hafði félagið aðstöðu hjá Eimskip í Eyrarskála.

Jafnframt því að flutt var í nýtt húsnæði var starfsemi umboðsins endurskoðuð og í framhaldi af því var ákveðið að fjölga störfum. Munu hin nýju störf tengjast bakvinnslu ýmis konar eins og t.d. nýskráningu á bifreiðatryggingum. Það var framkvæmdastjóri félagsins, Ólafur B. Thors, sem formlega opnaði fjarvinnsluna en viðstaddir var m.a. bæjarstjóri Ísafjarðar, Halldór Halldórsson en hann sagði við það tækifæri að framtakið væri félaginu til mikils sóma og að á þessum vettvangi gætu mörg önnur fyrirtæki séð hag sinn í að gera slíkt hið sama. Sagði hann ástæður þess ekki síst að í bæjarfélögum út á landi væri húsnæði alla jafna ódýrara en á höfuðborgarsvæðinu, vinnuafl stöðugra sem og að tækniþróun gerði það að verkum að ekki væri aðalatriðið hvar vinnan væri framkvæmd.

Fjöldi gesta var viðstaddur opnunina og í ræðu sem Einar Oddur Kristjánsson, 2. þingismaður Vestfirðinga, hélt kom fram að bæjarfélög gætu staðið í þakkarskuld við slík einkafyrirtæki því að ljóst væri að ríkið sjálft drægi lappirnar í flutningi starfa út á land. Sagði hann að þrátt fyrir að ýmsar þingsályktunartillögur og samþykktir lægu fyrir gerðist svo til ekkert í þessum málum. Það var Hallvarður Aspelund sem hannaði breytingarnar sem þykja hafa tekist vel. Opið hús fyrir almenning verður hjá umboðinu í dag, laugardaginn 6. maí, milli klukkan 13 og 16 en boðið verður upp á kaffi ásamt blöðrum og góðgæti fyrir börnin.