Hrunamannahreppi- Hreppsnefnd Hrunamannahrepps ákvað eftir einróma samþykkt skólanefndar að ráða Jóhönnu S. Vilbergsdóttur skólastjóra Flúðaskóla en hún hefur gegnt starfi aðstoðarskólastjóra síðastliðið ár.
Hrunamannahreppi-
Hreppsnefnd Hrunamannahrepps ákvað eftir einróma samþykkt skólanefndar að ráða Jóhönnu S. Vilbergsdóttur skólastjóra Flúðaskóla en hún hefur gegnt starfi aðstoðarskólastjóra síðastliðið ár. Umsækjendur um stöðuna voru sex en umsóknarfrestur rann út 14. apríl.Um 170 nemendur eru nú í skólanum en kennarar eru um 20, þó ekki allir í fullu starfi.
Bjarni H. Ansnes, sem nú lætur af störfum, hefur verið skólastjóri Flúðaskóla síðan 1972.