Sífellt fleiri vísbendingar koma fram um skaðsemi  reykinga á meðgöngu.
Sífellt fleiri vísbendingar koma fram um skaðsemi reykinga á meðgöngu.
NIÐURSTÖÐUR nýrrar rannsóknar benda til þess, að konur sem reykja á meðgöngu séu líklegri til að eignast börn sem koma til með að eiga við hegðunarvanda að etja.

NIÐURSTÖÐUR nýrrar rannsóknar benda til þess, að konur sem reykja á meðgöngu séu líklegri til að eignast börn sem koma til með að eiga við hegðunarvanda að etja. Er þetta í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna sem sýnt höfðu fram á tengsl á milli reykinga á meðgöngu og truflandi og jafnvel glæpsamlegrar hegðunar barnsins er fram líða stundir.

Í ljósi þessara niðurstaðna leituðu dr. Judith Brook og samstarfsmenn hennar, við Mount Sinai-læknaskólann í New York, eftir tengslum milli reykinga móður á meðgöngu og neikvæðrar hegðunar barnanna, sem þær eignuðust, þegar þau voru orðin tveggja ára. Niðurstöðurnar birtust í aprílhefti Archives of Pediatrics and Adolescent Medicine.

Bein tengsl fundust á milli þess hversu neikvæð hegðun barnanna var og þess hversu mikið móðirin hafði reykt á meðgöngunni. Því meira sem móðirin hafði reykt, þeim mun verri voru skapvonskuköst, hugsunarlaus hegðun og fífldirfska barnsins. Eldri mæður áttu yfirleitt erfiðari börn. Aftur á mót virtist skapgerð móðurinnar, hjúskaparstaða, lyfjanotkun og önnur einkenni ekki hafa nein áhrif á slæma hegðun barnsins.

New York. Reuters Health.

Höf.: New York. Reuters Health