Ýmislegt hefur verið gert í gegnum tíðina til að auðvelda konum notkun getnaðarvarnarpillunnar. Hér sést t.a.m. hylki undir lyfið sem dulbúið er sem förðunarbox. Hvaða ráð ætli standi karlmönnum til boða þegar pilla til notkunar fyrir þá kemur á markaðinn?
Ýmislegt hefur verið gert í gegnum tíðina til að auðvelda konum notkun getnaðarvarnarpillunnar. Hér sést t.a.m. hylki undir lyfið sem dulbúið er sem förðunarbox. Hvaða ráð ætli standi karlmönnum til boða þegar pilla til notkunar fyrir þá kemur á markaðinn?
GETNAÐARVARNARPILLA fyrir karla væri af hinu góða að mati beggja kynja og konur myndu treysta því að makar þeirra tækju hana inn, ef marka má niðurstöður tveggja fjölþjóðlegra viðhorfskannana. Kannanirnar náðu til tæplega 4.

GETNAÐARVARNARPILLA fyrir karla væri af hinu góða að mati beggja kynja og konur myndu treysta því að makar þeirra tækju hana inn, ef marka má niðurstöður tveggja fjölþjóðlegra viðhorfskannana. Kannanirnar náðu til tæplega 4.000 karla og kvenna og tveir þriðju karlanna sögðust myndu taka inn getnaðarvarnapillur ef þær væru fáanlegar.

Svör kvenna komu meira á óvart: 75% hvítra og kínverskra kvenna töldu að makar þeirra myndu vilja taka inn pillurnar en aðeins 40% svartra kvenna.

"Þetta er fyrsta könnunin á viðhorfum kvenna til þess að makar þeirri noti hormónagetnaðarvörn fyrir karla," sagði David Baird, prófessor við Edinborgar-háskóla, einn vísindamannanna sem önnuðust þessar kannanir. Baird benti á að kannanir hefðu áður sýnt að karlar væru tilbúnir að nota getnaðarvarnapillur. Hins vegar hafa komið fram efasemdir um að konur telji sig geta treyst því að karlmennirnir taki inn pillurnar. "Við töldum mikilvægt að komast að því hvort svo væri," sagði Baird.

Kannanirnar voru gerðar í fjórum borgum, Edinborg, Höfðaborg, Hong Kong og Shanghai.

Fram kom einnig að rúmlega 80% kvennanna töldu getnaðarvarnapillur fyrir karla af hinu góða. Aðeins 2% allra kvennanna sögðust ekki geta treyst því að makar þeirra tækju pillurnar inn.

Baird sagði að slíkar kannanir gætu orðið til þess að lyfjafyrirtæki flýttu þróun getnaðarvarnapillu fyrir karla.

Medical News Today.

Höf.: Medical News Today