SKRIÐUR er kominn á viðræður samninganefndar rafiðnaðarmanna og fjármálaráðuneytisins. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir að það komi í ljós á föstudag hvort samningar nást án þess að boðað verði til verkfalls.

SKRIÐUR er kominn á viðræður samninganefndar rafiðnaðarmanna og fjármálaráðuneytisins. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir að það komi í ljós á föstudag hvort samningar nást án þess að boðað verði til verkfalls.

Guðmundur telur að ekki beri mikið í milli samningsaðila. Þarna er verið að semja um kjör rafiðnaðarmanna hjá Ríkisútvarpinu og Sjónvarpi, Landsspítala, Þjóðleikhúsinu, Flugmálastjórn, Siglingamálastofnun, Háskóla Íslands og fleiri stofnunum. Komi til verkfalls hefst það föstudaginn 19. maí.

Sýningarmenn í kvikmyndahúsum, um 25 manna hópur innan Rafiðnaðarsambandsins, samþykktu verkfallsboðun sl. sunnudag. Guðmundur segir að þá hafi viðræðurnar skyndilega hrokkið í gang og stóðu fundir yfir í allan gærdag